Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 259
NAUTGRIPASÝNINGAR
569
3. Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar
Eins og áður er getið, óskaði S. N. E. eftir sýningu á
tveimur afkvæmahópum á Lundi, sem rannsókn var
langt komin á, er sýningin var lialdin, 22. júní. Voru það
dætur tveggja sona Fylkis N88, þeirra Munks N149, sonar
Bröndu 63, Jóns Stefánssonar á Munkaþverá, og Freys
frá Hellu á Árskógsströnd. Vegna meinsemdar liafði
Freyr verið felldur í ársbyrjun 1963, en afkvæmarann-
sókn á dætriun hans var þó haldið áfram. Freyr lilaut
aldrei skrásetningarnúmer hjá Búnaðarfélagi íslands, en
er nr. 221 í skrá S. N. E. Hann var undan Litfríð 6 Jó-
hannesar Sigurðssonar, fæddur 14. júlí 1960. Var hann
á Lundi til næsta vors á eftir, er liann var lánaður um
hálfs árs skeið að Yzta-Felli í Kinn. Síðan var liann um
tíma á stöðinni, en fluttur þaðan að Kálfsskinni og var
þar, unz hann var felldur. Umsögn um niðurstöður sýn-
ingarinnar á Lundi fer liér á eftir.
12. Munkur N149. Sýndar voru 15 dætur Munks. Af
þeim voru 7 kolóttar og 1 kolhuppótt, 3 svartar, 2 hrönd-
óttar og 2 rauðar. Allar voru kollóttar. Þessar systur eru
fínbyggðar kýr, sviplireinar og samsvara sér vel að bygg-
ingu. Malir eru nokkuð hallandi, júgur góð, spenar vel
settir og mjöltun ágæt. Er augljóst, að Munkur er kyn-
sterkur með tilliti til byggingar. Dætur hans hlutu að
meðaltali 76.4 stig fyrir byggingu, og brjóstmál var
171 cm. Þegar sýningin var haldin, lágu fyrir gögn um
afurðir þessara dætra Munks til sýningardags eða %
hluta 1. mjólkurskeiðs. Höfðu þær að meðaltali komizt
í 16.9 kg hæsta dagsnyt, en mæður 14 þeirra, sem til
samanburðar voru, í 14.3 kg, og mjólkurfita dætranna
var mun hærri en mæðra þeirra. Bæði bygging dætra
Munks og afurðahæfni þeirra henti til þess, að Munkur
mundi verða til kynbóta í Eyjafirði, en rétt þótti að híða
með ákvörðun um viðurkenningu, unz afkvæmarannsókn-
inni lyki. Niðurstöður hennar lágu fyrir 3. des. sama ár.