Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 102
412
BÚIVAÐARRIT
Fyrstu verðlaun lilutu 15 eða 46.9% sýndra hrúla. Á
héraðssýningu voru vahlir Nubbur á Melstað, Pjakkur
og Prúður í Brekkukoti, Ljómi á Hlíðarenda og Prúður,
1 v., Óslandi. Nubbur lilaut I. verðlaun A, liinir I. verð-
laun B. Hrútar í Hofslireppi mega muna fífil sinn fegri.
Hofsúshreppur. Þar voru sýndir 12 hrútar, 7 fullorðnir
og 5 veturgamlir. Fyrstu verðlaun hlutu 3 lirútar full-
orðnir. Báðir aldursflokkar voru til muna þyngri en
jafnaldrar þeirra 1962. I Hofsóslireppi eru of grófbyggð-
ir og blendingsræktaðir lirútar.
Hólalireppur. Þar var ágætlega sótt sýning og alls sýnd-
ir 75 lirútar, 55 fullorðnir, sem vógu 93.6 kg, og 20 vetur-
gamlir, er vógu 75.4 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 28 eða
37.3% sýndra hrúta. Hrútastofn hreppsins er ekki nógu
samstæður, sumir eldri hrútarnir ekki ræktarlegir og
margir yngri hrútarnir þroskalitlir. Á liéraðssýningu voru
valdir Víkingur á Hofi, er lilaut 3. sæti heiðursverðlauna
hrúta, Búi, 1 v., á Hólum hlaut I. verðlaun A, FJóki á
Hólum og Svaði á Sleitustöðum lilutu I. verðlaun B. Til
vara á liéraðssýningu var valinn Dropi á Hólum, milvil
sæmdarkind.
ViSvíkurhreppur. Þar voru aðeins sýndir 22 lirútar, 11
fuJlorðnir, sem vógu 97.2 kg, og 11 veturgamlir, er vógu
79.3 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 10 eða 45.5% sýndra
lirúta. Hrútar í Jireppnum voru nú til muna vænni en
jafnaldrar þeirra 1962. Á Jiéraðssýningu voru valdir
Svaði og Fótur á Bakka og hlutu þar 1. og 4. sæti Jieið-
ursverðlauna lirúta. Sómi, 1 v., á Bakka hlatit I. verð-
Jaun A. Svaði er framúrskarandi vel gerður einstakling-
ur, en gaJJaður á ull.
Akrahreppur. Þar voru sýndir 130 lirútar, 81 fullorð-
inn, og vógu þeir 92.6 kg, og 49 veturgamlir, er vógu
74.8 kg. Báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar
Jieirra 1962. Fyrstu verðJaun lilutu 42 eða 32.3% sýndra
lirúta. Á héraðssýningu mættu FJosi á StekkjarfJötum,