Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 118
428
BÚNABARRIT
orðnir, sem vógu 89.0 kg, ofí 22 veturgamlir, er vógu
73.5 kg. Þeir síöarnefndu voru nú til muna þyngri en
jafnaldrar þeirra í hreppnum 1962, og aðrir þyngstir af
veturgömhim hrútum í sýslunni á þessu liausti. Sýning-
ar voru á tveimur stöðum í lireppnum, á báðum stöð-
um voru hrútar hohllitlir, þó sérstaklega yngri árgangar.
Betur gerðir hrútar í neðri hluta hreppsins. Fyrstu verð-
laun lilutu 33 eða 41.2% sýndra lirúta. Á Sámsstaðasýn-
ingunni voru beztir af eldri lirútum Ljómi og Kubbur
í Hvammi og Lækur á Síðumúla, af tvævetrum Uggi á
Sámsstöðum og Bjartur á Þorgautsstöðum, af veturgöml-
um Smiður á Sámsstöðum, ágætlega gerður og fagur
hrútur. Á Gilsbakkasýningunni voru heztir af eldri hrút-
um Vöttur og Daggar á Gilsbakka og Börkur í Fljóts-
tungu, af tvævetrum Þjálfi Hringsson á Gilsbakka og
Kuggur á Þorvaldsstöðum.
Þverárhlíðarhrcppur. Þar voru sýndir 55 hrútar, 32
fullorðnir, sem vógu 90.9 kg, og 23 veturgamlir, er vógu
69.8 kg. Þeir fvrrnefndu voru þvngri en jafnaldrar þeirra
í hreppnum 1962, og aðrir þyngstir í sýslunni á þessu
liausti, en þeir síðarnefndu léttari, enda voru nú sýndir
mun fleiri veturgamlir hrútar en á síðustu sýningu fyrir
fjórum árum. Sýning var ágætlega sótt og hrútar betur
gerðir en áður. Þó bar of mikið á hlendingshrútum. Að-
keyptir lirútar frá Snæfellsnesi liafa bætt hrútastofninn
mikið. Fyrstu verðlaun hlutu 15 eða 27.3% sýndra hrúta.
Beztir voru taldir af eldri hrútum Grákollur og Gráni
í Ornólfsdal og Hnakki í Norðtungu, af tvævetrum Spak-
ur á Högnastöðum og af veturgömlum Stubbur á Grjóti.
Norðurárdalshreppur. Þar voru sýndir 50 hrútar, 35
fullorðnir, sem vógu 91.1 kg, og 15 veturgamlir, er vógu
75.7 kg. Báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnahlrar
þeirra í öðrum hreppum sýslunnar á þessu liausti, og
röðun hrútanna var miklum mun betri en 1962. Fyrstu
verðlaun hlutu 23 eða 46.0% sýndra lirúta. Af tvævetr-