Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 250
560
BÚNAÐARRIT
1. Suðurland
Aðalsýningin var haldin 10. september í Laugardælum
á dætrum 7 nauta, þ. e. þeirra Kolskeggs S288, Elds S290,
Ljóma S291, Brands S292, Kyndils S294, Búa S299 og
Kolskjaldar S300. Til viðbótar voru nokkrar dætur sumra
þeirra sýndar í Efra-Seli 13. s. m. og enn fremur 12 dætur
Barkar S280. Loks var afkvæmasýning á dætrum Depils
S211 að Eystra-Fróðholti 14. s. m. Verður nú getið sýn-
inga á dætrum liinna einstöku nauta, sem öll voru í eigu
Kynbótastöðvarinnar í Laugardæbim.
1. Depill S211, sonur Austra S57 og Pentu 83, Hjálm-
holti í Hraungerðishreppi. Endurtekin var sýning á
dætrum Depils, en á nautgripasýningum 1963 lilaut bann
II. verðlaun og biðdóm, sjá bls. 456. Fyrri dómur um
byggingu dætra hans var staðfestur, en þær liöfðu nú
náð meiri þroska. Er þar helzt við að bæta, að júgur
síkka með aldrinum. Árið 1964 mjólkuðu 25 fullmjólk-
andi dætur Depils að meðaltali 3462 kg með 4.10%
mjólkurfitu, sem svarar til 14149 fe, og 34, sem í fyrsta
skipti voru heilt ár á skýrslum 1964, mjólkuðu 11418 fe.
Þótt dætur Depils séu mjólkurlagnar og með góða mjólk-
urfitu, vantar þær snerpu til þess, að hann verði viður-
kenndur I. verðlauna verður, og hélt liann fyrri viður-
kenningu sem II. verðlauna naut.
2. Börkur S280, sonur Sels S120 og Búkollu 61, Efra-
Langliolti í Hrunamannahreppi. Sýndar vorn þar í
lireppnum 12 dætur Barkar. Voru 4 þeirra rauðar og
rauðskjöldóttar, 7 bröndóttar og brandskjöldóttar og 1
gráskjöldótt. Tvær voru hyrndar, 5 hníflóttar og 5 koll-
óttar. Þessar dætur Barkar voru 4 til 5 vetra og liöfðu
því náð fullum þroska. Að meðaltali var brjóstmál þeirra
170 cm. Dætur Barkar eru þroskamiklar kýr með sterkan
hrygg, útlögumiklar og boldjúpar, með fremur hallandi
malir, en þó sterka fótstöðu. Þær liafa stór júgur, vel