Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 127
NAUTCRIPASÝNINGAR
437
anna. Sýndar voru alls á svæðinu 5198 kýr á vegum
félagssamtaka um nautgriparækt. Að vísu er þetta um
600 kúm færra en fjórum árum áður, en samt verður
þátttakan að teljast góð, og veitti hún glögga sýn yfir
nautgripastofninn á svæðinu. Fækkunin var nokkuð jöfn
yfir svæðið, þó einna mest í Kjalarnesþingi og Suður-
Borgarfirði, og tvö félög í Rangárvallasýslu, sem sýndu
kýr árið 1959, gerðu það ekki nú. Flestar kýr í einu
félagi voru sýndar í Gnúpverjahreppi, 385. Sýndum
nautum fækkaði enn mjög, enda hefur starfsemi Kyn-
bótastöðvarinnar í Laugardælum breiðzt út síðustu 4
árin. Var tala sýndra nauta nú 64 alls, en 161 á næstu
sýningum áður. I töflu I sést sýningarþátttaka í hinum
ýmsu félögum og flokkun gripanna eftir viðurkenningu.
Kröfur til að hljóta viðurkenningu í hinum einstöku
verðlaunaflokkum voru sambærilegar við ]>ær, sem gerð-
ar voru á næstu sýningum á undan. Var þetta því byrj-
un annarrar sýningarumferðar um landið, þar sem lág-
mark meðalafurða síðustu 4 ár fyrir sýningu er 15500 fe
fyrir I. verðh, 13500 fyrir II. og 11500 fyrir IIT. verðlaun.
Að sjálfsögðu eru þessi skilyrði til viðmiðunar, og geta
dómnefndir vikið frá þeim, þegar sérstakar ástæður
eru því til stuðnings. Dómstigi Hjalta Gestssonar fyrir
byggingu mjólkurkúa var notaður eins og áður.
Að þessu sinni hlutu 894 kýr I. verðlaun eða 17,2%
af sýndum kúm móti 14,1% áður. önnur verðlaun hlutu
1336 kýr eða 25,7% móti 28,9% áður, III. verðlaun 1352
eða 26,0% móti 30,7% og engin verðlaun 1616 eða
31,1% móti 26,3% árið 1959. Flestar I. verðlauna kýrn-
ar voru sýndar í uppsveitum Árnessýslu milli Hvítár
og Þjórsár, þ. e. 106 í Hrunamannahreppi, 88 á Skeiðum
og 76 í Gnúpverjahreppi.
Af nautunum hlutu 5 I. verðlaun eða 7,8%, 42 II. verð-
laun eða 65,6%, og 17 engin eða 26,6%, og voru hin
síðasttöldu nær öll í einkaeign. Tala viðurkenndra nauta
var nær þrisvar sinnum lægri en á næstu sýningum áður