Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 123
HRÚTASÝNINCAR
433
eins linar og í lengra lagi. Fyrstu verðlaun lilutu 18 eða
28.6% sýndra lirúta. Jafnbeztir af eldri lirútum voru
Völundur Sf. Leirár- og Melasveitar, Hnallur á Mela-
leiti og Ási Völundarson á Fiskilæk, af tvævetrum Ási
á Læk og Hörður Kurfsson, Neðra-Skarði, af veturgöml-
um Hrímnir á Fiskilæk og Litli-Kollur Ásason á Læk.
Skilmannahreppur. Þar voru sýndir 27 Iirútar, 16 full-
orðnir, sem vógu 90.1 kg, og 11 veturgamlir, er vógu
71.7 kg. Þeir veturgömlu voru nokkuð undir sýslumeðal-
tali að vænleika, en háðir aldursflokkar voru þyngri en
jafnaldrar þeirra í hreppnum 1962. Fyrstu verðlaun
hlutu 7 eða 25.9% sýndra lirúta. Beztir voru Veggur
Veggsson og Sníkir á Klafastöðum, háðir tvævetrir.
Innri-Akraneshreppur. Þar voru sýndir 17 lirútar, 11
fullorðnir, sem vógu 86.4 kg, og 6 veturgamlir, er vógu
67.8 kg. Þeir síðarnefndu voru léttastir veturgamalla
hrúta í sýslunni á þessu liausti og þeir fyrrnefndu aðrir
léttastir jafnaldra sinna. Og báðir aldursflokkar voru
mun léttari nú en 1962. Fyrstu verðlaun hlutu 6 eða
35.3% sýndra hrúta. Beztir töldust Spakur, Vestra-Reyni
og Gassi Lítillátsson, Ytra-Hólmi, liann þó fullgulur.
Kurfur og Spakur Lítillátssynir, Ytra-Hólmi eru mjög
álitlegir hrútar.
AkraneskaupstaSur. Þar voru sýndir 14 lirútar, 6 full-
orðnir, sem vógu 94.2 kg, og 8 veturgamlir, er vógu 84.2
kg. Báðir flokkar voru þyngri en hrútar í öörum lirepp-
um sýslunnar og þyngri en jafnaldrar þeirra í kaup-
staðnum 1962, en röðun lirútanna var mun lakari nú.
Hrútarnir eru varla nógu ræktarlegir, sumir grófir og
háfættir, aðrir mælast ekki nógu vel. Fyrstu verðlaun
hlutu aðeins 2 hrútar, Prúður Runólfs Guðmundssonar
og Prúður Eyjólfs Búasonar.
Strandarhreppur. Þar voru sýndir 50 hrútar, 40 full-
orðnir, sem vógu 93.8 kg, og 10 veturgamlir, er vógu
74.5 kg. Þeir fullorðnu voru þyngstir jafnaldra sinna
innan sýslunnar á þessu hausti, að Akraneshrútum frá-
28