Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 238
548
BUNAÐARRIT
sterkur hryggur; ágætar útlögur; boldýpt mikil; malir aftur-
dregnar; þróttleg fótstaða; smáir spenar; mikið júgurstæði;
rýmismikill; holdþéttur. II. verðlaun.
S311. Fossi, f. 28. apríl 1963 hjá Sigursveini Sveinssyni, N.-Fossi,
Hvainmshreppi, V.-Skaft. Eig.: Sigfús H. Vigfússon, Geir-
landi, Kirkjubæjarhreppi. F. Bjarmi S227. M. Sunna 25. Mf.
Glæsir S41. Mm. Ilrefna 8. Lýsing: rauðskj.; koll.; fríður
liaus; fín og þjál húð; hryggur beinn; útlögur góðar; bol-
djúpur; malir breiðar, en hallandi; fótstaða fremur góð;
mjög smáir spenar, vel settir; ágætt júgurstæði. II. verðlaun.
Fyrstu verðlauna naut
Eins og þegar hefur verið skýrt frá, lilaut aðeins eitt
naut I. verðlaun að þessu sinni, en það var Draupnir A4.
Draupnir liefur lilotið I. verðlaun áður eða 1963, þegar
full reynsla var komin á dætur lians. Draupnir var
sýndur með afkvæmum 1961, en þá þótti rétt að bíða
með að úrskurða liann í I. verðlaun, unz nægilegar upp-
lýsingar væru fyrir hendi um ágæti dætra Itans. Er þessa
getið í Búnaðarriti 1961, bls. 467—468. Að þessu sinni
voru sýndar 13 dætur Draupnis, og eru þær ágætar
mjólkurkýr og vel byggðar. Sjá enn fremur bls. 536.
önnur naut voru ekki sýnd með afkvæmum, enda
fáar dætur á skýrslum undan þeim nautum, sem til álita
komu að bljóta I. verðlaun fyrir afkvæmi, en þeirra og
dætra þeirra verður nánar getið í kaflanum um sýningar
í einstökum félögum. Það eru nautin Kolfeldur A14 og
Mói A15.
Fyrstu verðlaima kýrnar
Eins og áður er getið, bliitu nú 44 kýr I. verðlaun eða
fleiri en nokkru sinni áður á Austurlandssvæðinu. Að
vísu bætast við tvö félög, sem sýna, í Vestur-Skaftafells-
sýslu, en engu að síður sýnir þetta töluverða framför í