Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 147
NAUTCKIPASÝNINGAR
457
komizt í 12,4 kg hæsta dagsnyt að 1. kálfi og mjólkað til
jafnaðar I. mjólkurskeið (43 vikur) 1764 kg mjólkur
með 4,10% mjólkurfitu eða 7235 fe. Hlaut liann II.
verðlauna viðurkenningu, þar sem of slutt reynsla var
fyrir liendi um afurðasemi og hún of einhæf.
Auk þeirra nauta, sem nú liefur verið getið, þótti rétt
að dæma hyggingu dætra þeirra nauta, sem afkvæma-
prófanir voru nýlega liafnar á í Laugardælum, enda
þótt þau kænui ekki til álita með I. verðlauna viðurkenn-
ingu að sinni vegna ónógrar reynslu um afurðasemi.
Höfðu engar dætur þeirra lokið I. mjólkurskeiði, er sýn-
ingin var lialdin. Þessi naut voru Kjarni S276, Smári
S277 og Kolskeggur S288. Verður liér greint frá niður-
stöðum útlitsdómsins á afkvæniahópunum undan þeim.
Kjarni S276, sonur Rauðs S118 frá Stóra-Dal og
Skrautu 80 í Hjálmholti í Hraungerðishreppi. Voru
sýndar undan honum 11 kvígur í Laugardælunt og 3
annars staðar. Voru 6 rauðar og rauðskjöldóttar, 2 brönd-
óttar, 4 kolóttar og kolskjöldóttar og 1 grá. Ein var hyrnd,
1 hníflótt, en liinar allar kollóttar. Kjarnadætur hafa
sæmilegan liaus, húð í meðallagi þykka, sterkan hrygg og
útlögur og boldýpt í meðallagi. Þær liafa grófar, liall-
andi malir og þrönga fótstöðu. Júgur eru stór og breið,
spenar vel lagaðir og mjöltun mjög góð. Meðalbrjóstum-
mál var 161 cm. Fyrir byggingu hlaut þessi hópur að
meðaltali 74,7 stig.
Smári S277, sonur Jökuls S56 frá Hlíð og Ilrefnu 32
á Arnarhóli í Gaulverjabæjarlireppi. Undan honum
voru einnig sýndar 11 kvígur í Laugardælum auk 7 á
ýmsum bæjum. Af þessum 18 dætrum Smára voru 5 rauð-
ar og rauðhuppóttar, 12 hröndóttar og brandhuppóttar
og 1 svört. Tvær voru hníflóttar, en allar liinar kollótt-
ar. Þessi systrahópur liefur vel lagaðan liaus og mjúka
húð. Þær hafa góða yfirlínu, miklar útlögur og holdýpt í
meðallagi. Flestar þeirra hafa vel lagaðar malir og góða
fótstöðu. Júgur- og spenabygging er góð og mjöltun ágæt.