Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 105
HRÚTASÝNINGAR
41S
vógu 75.9 kg. Þeir síðarnefndu voru mun þyngri en jafn-
aldrar þeirra 1962, en þeir fullorðnu heldur léttari.
Fyrstu verðlaun lilutu 27 eða 65.9% sýndra hrúta. Af
eldri hrútúm voru taldir beztir Gaukur, Lágmúla, Sómi,
Hvalnesi osr Ljómi, Skefilsstöðum, þeir tveir síðarnefndu
báðir ættaðir frá Ríp. Af veturgömlum voru beztir Spak-
ur Spaksson, Hvalnesi, sem er holdalinaus, og Bjartur
Þokkason og Sómi Leirason á Skefilsstöðum.
A ustur-Húnavatnssýsla
Þar voru sýndir 520 lirútar úr öllum hreppum sýslunnar,
306 fullorðnir, sem vógu 91.0 kg, og 214 vetnrgamlir, er
vógu 77.3 kg. Báðir aldursflokkar voru þyngri en jafn-
aldrar þeirra 1962, en að þessu sinni mættu um 100
lirútum færra en þá. Fyrstu verðlaun hlutu 245 eða
47.1% sýndra hrúta, 165 fullorðnir, sem vógu 94.8 kg,
og 80 veturgamlir, er vógu 83.7 kg. Flokkun lirútanna
var betri nú en fyrir fjórum árum, sér í lagi þeirra
veturgömlu. Þó var áberandi gæðamunur á lirútum eftir
sveitum.
Skaf'alircppur. Þar voru sýndir 52 lirútar, 29 fullorðn-
ir, sem vógu 92.4 kg, og 23 veturgamlir, er vógu 76.9 kg,
báðir aldursflokkar til muna þyngri en jafnaldrar þeirra
1962. Fyrstu verðlaun lilutu 19 eða 36.5% sýndra hrúta.
Á héraðssýningu voru valdir Durgur á B jörgum, er lilaut
1. verðlaun A, Spakur, Króksseli, Spakur, Tjörn og
Bjartur, 1 v., Björgum hlutu I. verðlaun B.
HöfSahreppur. Þar voru sýndir 29 hrútar, 20 fullorðn-
ir, sem vógu 91.8 kg, og 9 veturgamlir, er vógu 76.7 kg.
Fyrstu verðlaun hlutu 14 eða 48.3% sýndra hrúta. Á
héraðssýningu voru valdir Ivópur Páls Jónssonar og