Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Side 3

Morgunn - 01.12.1960, Side 3
Jón Auöuns: Miðlar, sem mála — sálfræðileg ráðgáta ★ í 20. árg. MORGUNS birti ég stutta ritgerð um miðla, sem undir transáhrifum, meira og minna djúpum, hafa málað merkileg listaverk, þótt annars væru ekki málarar og gætu sumir ekkert í þá áttina í venjulegu vökuástandi. Ennfremur birti MORGUNN 1939 hina víðfrægu Krists- mynd eftir sænsku konuna Berthu Valerius, myndina, sem kunnust er undir nafninu Friðarhöfðinginn, var máluð á löngum tíma, en eingöngu undir sálrænum áhrifum, að því er frúin staðhæfði, og mátti henni vera kunnast um það. I sept.—okt. hefti þýzka tímaritsins Neue Wissens- chaft rakst ég á alllanga ritgerð um þetta efni eftir tékk- neskan lærdómsmann, dr. Karel Kuchynka í Prag. Úr henni tek ég flestar frásagnir þessarar ritgerðar, en fer þó ekki ýtarlega út í skýringar doktorsins á fyrirbrigð- inu, með því að mér þykir þær sumar hæpnar og einkum vegna þess, hve mjög hann sneiðir hjá þeirri staðreynd, að furðulega mörg þessara málverka tjá sig ekki aðeins framkomin fyrir áhrif látinna meistara, heldur bera og hin athyglisverðustu einkenni þeirra og verða stundum naumast af sérfræðingum aðgreind frá myndum þeim, er þessir meistarar máluðu í lifandi lífi. En það vandamál verður einnig að leysa, ef gera skal fullnægjandi grein fyrir uppruna þessara kynlegu fyrirbrigða. 6

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.