Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Síða 9

Morgunn - 01.12.1960, Síða 9
MORGUNN 87 veruna af mörgum, er síðar áttu eftir að birtast henni, og heyrir um leið orðin: „Cingola, hin illa norn, sitjandi á jarðhnettinum". Um leið og orðunum sleppti, sér hún óhugnanlega mynd: ófreskju, sem heldur blóðugri krumlu um jarðlíkan. Með leifturhraða málar hún þessa mynd. Upp frá þessu sá hún slíkar kynjamyndir hverju sinni, sem hún heyrði — í dulheym — nýtt nafn nefnt. Fyrst sá hún eina slíka sýn á dag, í rökkrinu, síðar fleiri og fleiri, allt að 48 myndum á einum degi. Árið 1930 var hún búin að teikna og mála meira en 1000 slíkar myndir. Henni fannst hún ekki geta komizt hjá að mála þessar undarlegu sýnir, dró fyrst upp frumdrætti myndarinnar, og lauk síðan við myndina eins fljótt og hún gat, því að jafnan varð hún altekin sterkri vanlíðan, unz myndinni var lokið. Ýmist á undan eða eftir slíkum sýnum varð frú Burnat- Provins altekin mikilli þreytu. Hvar sem hún var stödd, gátu sýnirnir komið. Ævinlega heyrði hún nafn nefnt, um leið og sýnin birtist, og fyrir kom, að hún heyrði lýsingu á persónunni. Stundum stóðu þessar verur eins ljóslifandi fyrir henni og væru þær venjulegt fólk, en stundum sá hún þær fyrst hjúpaðar þoku, sem því næst leystist upp og myndin stóð þá skýr eftir. Hún sá þetta bæði úti og inni, stundum í glaða sólskini. Oftast voru þær í mörg- um litum, stundum þó aðeins í einum, brúnum lit. Venju- legast stóð myndin kyrr og óhreyfanleg. Þessar myndir túlkuðu eða táknuðu alls konar eigindir mannlegs lífs, eins og þær birtast í daglegu viðmóti og athöfnum manna. Stundum táknuðu þær náttúrufyrirbrigði. Frú Burnat-Provins var sjálf sannfærð um, að eigið hugmyndaflug hennar hefði ekkert með þessar myndir að gera, svo ólíkar væru þær með öllu venjulegum viðfangs- efnum hennar og hugarheimi. Hún fullyrti, að eftir beiðni eða skipun væri sér gersamlega ómögulegt að mála eina slíka mynd. Hún neitaði einnig ákveðið þeirri tilgátu, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.