Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Side 39

Morgunn - 01.12.1960, Side 39
M 0 R G U N N 117 stóð frammi fyrir mér drykklanga stund, án þess að koma orði fram af vörum sér. Að lokum sagði hann: „Rekið mig ekki burt, herra, ég gerði þetta af stórum vandræð- um“. „Hvað eigið þér við, Marteinn?" spurði ég. Hann horfði á mig og sagði síðan. „Ég ætlaði aftur upp á hafra- skemmuloftið, en ég varð svo hræddur, þegar ég sá yður standa við gluggann“. Vera kann, að ég hafi verið eins skelfdur og gamli mað- urinn þessa stund. Ég spurði hann í þaula um ástæðurn- ar fyrir þjófnaðinum og komst að raun um þær hörmu- legu aðstæður, sem gjört höfðu að þjófi þennan mann, sem fram að þessu hafði verið fullkomlega grandvar og heiðarlegur maður“. J. A. þýddi úr bókinni: Okknlte Erlcbnisse Beruhmter Mánner und Frauen, eftir W. M. Treiclilinger. ★ Ösýnileg vernd heitir bók um sálræn efni, sem Morgni barst eftir að þetta hefti fór í prentun. Bókar þessarar, sem á ensku heitir „The Shining Brother“, hefur víða verið getið í tímaritum spíritista. Höf. telur sig hafa margar sannanir frá mörgum miðlum um það, að hann njóti verndar dýrl- ingsins mikla, heil. Franz af Assisi. Sumir þeirra miðla, er hann hefur leitað til, hafa getið sér hið bezta orð, eins og t. d. frú Hester Dowden. Mörgum spíritistum mun þykja það auka á gildi bókar- fflnar, að hinn víðkunni enski prestur og spíritisti, Drayton Thomas, ritar formála að henni og mælir með henni. Frú Halldóra Sigurjónsdóttir hefur gert íslenzku þýðinguna og er bókin gefin snoturlega út. Hún verður vafalaust mikið lesin og keypt.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.