Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Side 64

Morgunn - 01.12.1960, Side 64
142 MORGUNN sjúkleika hefur átt að lækna. Og aldrei má það gleym- ast sálfræðingnum, að hann er ekki að lækna meinsemd- ina sjálfa með sefjun, heldur er hann að reyna að graf- ast fyrir visst hugarástand eða hugmynd, sem sjúkleik- anum veldur. * * * Mikið hefur verið skrifað um hættur í sambandi við dáleiðsluna. Af því, sem hér hefur verið sagt, er auðsætt, að um hættur getur verið að ræða. Samt er það svo, að ef um dávald er að ræða, sem bæði kann verk sitt og er auk þess vandaður maður, eru hætturnar miklu minni en oft er látið í veðri vaka. Sumir segja, að enginn maður ætti að láta dáleiða sig, því að enginn ætti að leggja sig í hendur annarra og láta hann ráða sér. Þetta er kynleg fullyrðing. Hver, sem stígur upp í bif- reið, sem annar maður ekur, leggur sig í hendur hans. Sá, sem fótbrotnar, leggur sig í hendur læknisins og læt- ur hann ráða fyrir sér. Sá, sem leitar dáleiðslu sér til lækninga, leggur sig í hendur dávaldsins aðeins um stund- arsakir. Ekki er það kunnugt, að nokkur maður hafi dáið undir dáleiðsluáhrifum. Eina varúð er sjálfsagt að rækja. Dáleiðslan sýnist stundum valda breytingu á hjartslætt- inum. Því er sjálfsagt að athuga vel hjartslátt manns, er dáleiða skal, og hafa vottorð læknis um, að ekki sé um hjartasjúkdóm að ræða. Auðvelt er að fylgjast með hjartslætti hins dáleidda og að vekja hann á tveimur sek- úndum, ef þess sýnist þörf. Vitanlega geta geðshræringar vaknað undir dáleiðslunni, er hafa áhrif á veiklað hjarta. Undir dáleiðslu kemur það einnig fyrir, að líkamshitinn lækki. Með sefjun er hægt að ráða fljóta bót á því, án þess að vekja hinn dáleidda. Hins vegar er ekki ævinlega auðvelt að hafa áhrif á hjartastarfsemi hins dáleidda með sefjun. Þeir, sem eru smeykir við dáleiðsluna, vegna þess, hve oft hún hefur sannarlega verið misnotuð, geta huggað

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.