Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Side 66

Morgunn - 01.12.1960, Side 66
144 MORGUNN valdi slæmrar sálflækju, því að þá er verið að glíma við afleiðinguna í stað orsakarinnar, og þótt unnt sýnist að ráða við afleiðinguna, hefur ekkert annað áunnizt en það eitt, að fást við hið ytra sj úkdómseinkenni hinnar bældu sálflækju, sem bráðlega finnur sér nýja útrás í sömu sjúkdómseinkennum sem fyrr, eða öðrum nýjum. Þess vegna er það, að „lækningin“ reynist ekki til frambúðar. Þá hefur ekki náðst í rætur meinsemdarinnar, aðeins í yztu angana, sem upp af rótinni uxu. Vegna þess, hve oft fer svo, hafna ýmsir ágætir sálfræðingar dáleiðslunni, en kjósa aðrar seinvirkari aðferðir, sálgreiningu á vöku- lífi og draumlífi mannsins. Þó ber þess að gæta, að þótt „lækningin“ með dáleiðsl- unni reynist ekki varanleg, þarf það ekki að sanna, að til- raunin til að komast fyrir rætur sálflækjunnar hafi mis- tekizt. Verið getur, að önnur sálflækja hafi komið sama sjúkdóminum sem hin fyrri af stað. „Þessu má líkja við læki í fjallshlíð, sem finna gamla farvegi, sem aðrir lækir hafa áður skapað, og nota þá . . . “. Að lokum vil ég segja þetta: Þótt ekki beri að nota dá- leiðslu, þar sem aðrar aðferðir myndu reynast nægilegar, þá mun dáleiðslan, notuð með varúð og af æfðum dávaldi, reynast gagnleg aðferð til þess að rannsaka undirvitund- ina í leit að þeim duldu og bældu sálflækjum, sem valda geysilegu ósamræmi í lífi margra manna, — og reynast gagnleg aðferð til þess að festa í hugann með sefjun það traust, þann styrk, þá vellíðan og það hugrekki, sem oft er eitt þess megnugt að færa mannssálinni heilbrigði. J. A þýddi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.