Morgunn - 01.12.1960, Page 72
150
MORGUNN
?.ð herbergið, sem hún var að lýsa, var skrifstofa fóget-
ans í bænum. Kerner fór til fógetans er skjalið fannst
ekki, svo að hann taldi þetta vitleysu eina. Hann sneri
aftur til frúarinnar og sagði henni málalokin, en hún
stóð fast á því, að skjalið væri þarna, og nú sagði hún
honum, að talan „80“ stæði neðst á skjalinu. Þegar hún
var fallin í dásvefninn um kvöldið féklc Kerner henni
skjal, sem hann hafði skrifað á mikið af tölustöfum og
töluna „80“ neðst, og sagði henni, að hér væri skjalið.
Hún neitaði því óðara, sagði að rétta skjalið væri enn á
sínum stað og að nú væri rangeygði maðurinn enn kom-
inn og væri að þrábiðja um að finna skjalið. Hann segði
það binda sig við jörðina, en ef það fyndist fengi hann
sáluhjálp með bæn.
Kerner gekk úr skugga um f jölmargar slíkar staðreynd-
þeir skjalið nákvæmlega eins og sagt hafði verið til.
Skjalið leysti ekkju hins látna manns úr stórmiklum
vanda, en hún var að því komin, að sverja meinsæri, óaf-
vitandi. Sex ára gamalt vandræðamál var leyst, en ekki
fyrir forgöngu jarðneskra manna.
Kener gekk úr skugga um fjölmargar slíkar staðreynd-
ir hjá frú Hauffé, og um mótbárurnar gegn þeim segir
hann: „Gerði nokkur af þeim, sem nú eru að rísa upp til
andmæla gegn þessum málum, sér það ómak, að koma
til sjáandans, meðan hún var enn á lífi og rannsaka hlut-
ina? Nei, þeir sátu heima við skrifborðin sín og töldu
sjálfa sig þó dómbærari en hinn gáfaði, alvarlegi og lærði
sálarfræðingur, Echenmeyer, sem lagði það á sig, að
koma sjálfur um hávetur og rannsaka, hvað hér væri að
gerast. Aðeins með því móti er hægt að ganga úr skugga
um sannleikann. Lærdómur og heilabrot geta aldrei komið
í staðinn fyrir persónulega rannsókn".
Sjáandinn frá Prevorst, frú Hauffé, var margskonar
sálrænum hæfileikum búin. Hún gat lesið á blað, sem
lokað var lagt á brjóst hennar. Hún hafði merkilegan
lækningahæfileika, þótt sjálf væri sjúk til dauða. Fjar-