Morgunn - 01.12.1966, Side 4
82
MORGUNN
minnsta kosti 2000 milljónir ára gömul, en að vart geti verið
meira en 1000 milljónir ára síðan lífið tók sér þar fyrst ból-
festu. Allt eru þetta þó ágizkanir einar, og að miklu leyti
út í bláinn.
Um upphaf mannlífsins á jörð er einnig fátt vitað, og sízt
með óyggjandi vissu. Þó er talið öldungis vist, að hinar
fyrstu lifverur í mannsmynd hafi eigi komið fram á sjónar-
sviðið fyrr en mjög seint á þróunarskeiði lífsins. Og hinn
vitiborni maður, er verulega tók að greina sig frá öðrum
verum að vitþroska og vaknandi menningu, verður ekki til
fyrr en lífið hefur þróazt í hart nær 1000 milljónir ára, og
er varla mikið eldri en 10—20 þúsund ára. Ævi hins viti
borna manns er því aðeins sem augnablik í samanburði við
hina löngu sögu lífsins á jörð. Og þegar þetta er haft í huga,
sjáum við bezt bæði það, hversu örar breytingamar verða,
eftir að mannvitið kemur til sögunnar og eins hitt, hversu
óendanlega mikils þroska mannlífsins muna vera að vænta
í framtíðinni.
Saga lífsþróunarinnar um milljónir alda er saga þrot-
lausrar baráttu og fórna, en einnig saga ótrúlegs áræðis og
dirfsku. Stöðugt eru þar reyndar nýjar og nýjar leiðir til
framsóknar, og sóunin er alveg gegndarlaus. Mörg sagan
endar þar á helslóðum með gjöreyðileggingu þeirra tegunda,
sem einhverra orsaka vegna ekki reyndust lífshæfar. En
lífið var nógu ríkt og nógu frjótt til þess að hafa efni á því
að gjöra svo dýrar tilraunir. Og yfirleitt er saga lífsins á
jörðinni glæsileg sigursaga, og þróun þess hefur í megin-
atriðum stefnt fram til undursamlegrar fjölbreytni fegurð-
ar og þroska.
Visindin telja, að fyrstu lífverur á jörðu hér hafi verið ör-
smáar og aðeins ein fruma. 1 rauninni virðist hún ekki hafa
haft önnur lífseinkenni en þau að geta nærzt, vaxið og æxl-
azt. Hún skiptist með ákveðnu millibili í sundur í tvo ein-
staklinga, líkt og frumumar gera enn í dag. Dauðinn var þá
í raun og veru ekki til í þeim skilningi, sem við nú ieggjum
í það orð, sem afleiðing elli og hrörnunar. Slíkur dauði