Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 43
MORGUNN
121
kennilega um nóttina. „Ég fór að sofa um tólfleytið í gær-
kveldi,“ segir hann, „og þá dreymir mig, að ég er á gangi
eftir einhverri þröngri götu. Þá heyri ég einhvern hávaða
og skarkala, og datt þegar morð í hug. Ég tók þá til fótanna
þangað, sem hljóðin komu frá, og sá þig þá liggjandi á
bakinu í tuski við einhvern óásjálegan þrjót, sem reyndi að
halda þér niðri. Ég hraðaði mér eins og ég gat, en áður
en ég fékk nokkuð að gjört, barði hann þig í höfuðið með
öxi, og varð það þinn bani þegar í stað. Margir vinir okkar
voru þarna komnir, og allir grétum við beisklega.“
„Hvernig var þessi maður í sjón?“ spurði ég.
„Þetta var þrekinn maður, í flónelsskyrtu og vinnubux-
um. Hárið var úfið og skeggbroddarnir gráir, og auðséð, að
hann hafði ekki rakað sig í marga daga.“
Tæpri viku seinna heimsótti ég vinafólk mitt, sem heima
átti í Burlington, New Jersey. Þá sagði húsfreyjan við mig:
„Manninn minn dreymdi afskaplega Ijótan draum um þig
hérna eina nóttina. Honum þótti einhver maður vera í
áflogum við þig úti á götu og bana þér að lokum. Hann tók
til fótanna til þess að reyna að bjarga þér úr klóm þorpar-
ans, en áður en hann gæti nokkuð aðhafzt, hafði hann lamið
þig til dauðs með stóru barefli."
„Nei, nei!“ hrópaði þá húsbóndinn úr hinni stofunni.
„Hann vann á þér með öxi.“
Draumar af þessu tagi munu vera fremur sjaldgæfir, og
veit ég engin ný dæmi að nefna um þessi fyrirbæri. Ekki
treysti ég mér til að skýra, hvað þessu samdreymi veldur.
En beinast virðist mér liggja við að ætla, að um f jarhrif sé
hér að ræða á milli dreymendanna. En ef svo er, sýnir það,
að sofandi maður getur jafnvel sent þau áhrif í draumi, sem
ímyndunarafl hans að líkindum magnar og gefur ákveðnar
myndir, til annara manna, sem líka eru sofandi. Og í þess-
um tilfellum eru þær myndir svo sterkar og þróttmiklar, að
þeim er beinlínis þrýst inn í huga þeirra, sem við þeim taka,