Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 62
140
MORGUNN
atburður. Boð voru gerð eftir lénsmanninum og hann kom,
ásamt aðstoðarmanni sínum. Hann lét gera skipulagða leit
um öll hús, um hvern krók og kima á prestssetrinu. Dyrnar
að loftinu voru rammlega læstar. Það hafði frúin sjálft gert
og geymdi lykilinn, svo að kettirnir stofnuðu ekki fjölskyld-
ur þar uppi. En lénsmaðurinn vildi líta þar inn líka, svo að
lokið var upp, en þar var ekkert að sjá nema ryk, gamlar
fatadruslur, kistur og drasl. Austurglugginn var hespaður
aftur. Þarna mundi enginn hafa komizt inn. Nei, hugsanlegt
væri, að Anetta hefði falið sig í kornakrinum, eða ef til vill
niðri i gamla mylnuhúsinu. Stúdentinn hljóp þangað, kom
aftur vonsvikinn og örvilnaður. Nú var skipað í manngarð,
kornakurinn allur troðinn niður, leitað í skóginum og við
tjörnina ... En Anetta fannst ekki.
Nóttin leið og nýr dagur rann, harmi roðinn.
Og margir dagar komu, vikur, mánuðir og ár. Presturinn
gerðist gamalmenni fyrir aldur fram, dæturnar fengu biðla
og fóru að heiman. Elskhugi Anettu kom hvert sumar í
heimsókn, trúfesti hans kvikaði aldrei, en raunir prestsins
þyngdust hvert sinn, og hann stóð nú einn eftir.
— Við misstum hana, elsku barnið, sagði hann við síðustu
heimsóknina, — og þetta fylgir mér ævina á enda. Veiztu,
kæri vinur, ég segi þér það, af því að þér þótti vænt um hana,
— að hún sendir mér kveðjur, hún bankar á hjá mér.
Elskhugi Anettu leit örvilnaður á prestinn, og þeirri hugs-
un sló að honum, að gamli maðurinn væri ekki með öllum
mjalla, út af hvarfi eftirlætisbarnsins sins.
— Bankar hún á?
— Já, þegar ég sit aleinn yfir bókum mínum á kvöldin,
heyri ég greinilega, að einhver er að banka. Það kemur ofan
frá, af loftinu.
— Sennilega er það aðeins fugl, spæta ...
— Heyrðu, kæri vinur, það er enginn fugl. Ég hef hugsað
og aftur hugsað um þetta. Manstu hvort nokkur stigi var í
þá tíð upp að austurglugganum á loftinu?
— Nei, ekki upp að glugganum. En hann lá í grasinu niðri