Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 36

Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 36
114 MORGUNN til þess að koma í veg fyrir það, að nokkur gæti sagt með rökum, að tilraunirnar væri ekki fyllilega að marka, vegna þess, að aðeins væri frá þeim sagt, sem beztan árangur hefðu gefið. Meðaltal réttra svara í öllum tilraununum var 7 af hverj- um 25. Þó eru þar taldar með byrjunartilraunir með ein- staklinga, sem ekki var vitað um að hefðu nokkra dulhæfi- leika. Taldar eru með tilraunir þær, sem reyndust neikvæð- ar, þannig að reyndum tókst ekki að segja rétt til um 5 spil af hverjum 25. Langflestar tilraunirnar voru þó gerð- ar með þeim, sem áður höfðu verið reyndir að því að geta sagt rétt til um 6 og upp í 11 spil af hverjum 25. En heild- arniðurstaða allra tilraunanna, er samtals voru rúmlega 85.000 var, eins og áður segir, þessi, að getið var rétt til um 7 spil af hverjum 25 að meðaltali. Svo margar tilraunir og framkvæmdar á löngum tíma, og með þessum árangri, eru harla athyglisverðar. Þær eru svo merkilegar, mældar á stærðfræðilegan mælikvarða, að enginn vafi getur á því leikið, að niðurstöður þeirra eru meira en hendingin ein. Fleira kemur hér einnig til álita. Þegar það kom fram í fyrsta sinn í þessum tilraunum, að getið var rétt til um spil 9 sinnum i röð, varð okkur öllum ljóst, að um hendingu gat ekki verið að ræða. Líkindatalan verður þar 1 á móti 5 margfölduðum 8 sinnum með sjálfum sér, en það er ofsahá tala. Sami maður gat einu sinni rétt til um 15 spil í röð. Annar hafði þó metið í þessum tilraunum. 1 einni tilraun gat hann rétt til um öll spilin 25. Svona góður árangur var að vísu mjög sjaldgæfur, en hann sópaði burt öllum efa okkar um það, að hér væri annað og meira en tilviljun að verki. Augljóst mál er það, að við allar tilraunir er höfuðnauð- syn að gæta ítrustu varúðar. Fram til þessa hef ég aðeins sagt frá byrjunartilraunum varðandi fjarskyggni. En við urðum að sjálfsögðu að ganga algjörlega úr skugga um það, að engar venjulegar skynjanir af neinu tagi gætu haft áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.