Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 6
84
MORGUNN
þó einkum hins ritaða orðs, tekst honum að varðveita
reynsluþekkinguna frá kyni til kyns, svo að einn megi auka
við og byggja ofan á þá reynslu, sem annar hefur aflað.
Samfara hinni sífelldu þróun vitsmuna og tækni, virðist
sjálf líkamsþróun mannsins staðna og henni jafnvel fara
aftur. Hennar er ekki lengur sama þörf og áður. Og nú er
svo komið, að mannslíkaminn er orðinn með öllu óhæfur til
þess að berjast í lífsbaráttunni hvar á jörðu sem er, ef ekki
kæmu honum þar vitsmunir og tæki til hjálpar. Allt bendir
því til þess, að framtíðarþróun mannsins verði ekki á hinu
líkamlega sviði, heldur á hinu vitsmunalega eða andlega.
Annars vegar verður hún fólgin í síauknu valdi mannsins
yfir efninu og orku þess, hins vegar í þroskun andans, sem
smám saman brýzt úr viðjum og takmörkunum efnisins til
æðri lífsfyllingar. Að minnsta kosti virðist sú þroskaleið
ekki aðeins vera möguleg, heldur eðlilegt framhald þeirrar
þróunarstefnu, sem þegar hefur verið tekin. Hitt er svo
annað mál, hvort maðurinn ber gæfu til að halda áfram á
þeirri þroskaleið. Það er og verður undir sjálfum honum
komið fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu, að hann
hefur þegar tekið þróun sína í eigin hendur og getur ekki
framar sleppt taumhaldinu á henni.
Þetta gildir ekki aðeins um mannkynið sem heild. Þetta
gildir hvern einstakling, hvern mann og hverja konu. Hver
maður hefur vald á lífi sínu að verulegu leyti, þó fjarri sé
því, að hann sé þar alls ráðandi. Og af því leiðir, að hann
ber ábyrgð á lífi sínu langt umfram allar aðrar lifandi verur.
Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir
því í allra stærstu dráttum, í hverju líf mannsins er einkum
frábrugðið lífi dýranna. Er þá fyrst að snúa sér að líkam-
legu hliðinni. Líkami mannsins er miklu seinþroskaðri en
dýranna. Fyrsta árið er hann með öllu ósjálfbjarga, og full-
um þroska nær hann ekki fyrr en eftir 15—20 ár. Alla ævi
er hann miklu óhraustari en líkamir dýranna, og á hann
herja tugir sjúkdóma, sem dýrin eru algerlega laus við. 1
ellinni þjáist hann af margvíslegri hrörnun langt umfram