Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 33

Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 33
MORGUNN 111 hlutskyggni, og komust að þeirri niðurstöðu að þær sýndu, að fjarskyggni ætti sér stað. Hinir fjarskyggnu, sem reyndir voru, höfðu hver sína að- ferð. Sá, sem próf. Fischer notaði við sínar tilraunir, hét Rafael Schermann, og hafði hæfileikann á háu stigi. Hann notaði rithandir manna og las úr þeim eitt og annað um þann, sem skrifað liafði. Af skýrslum um þessar tilraunir er auðsætt, að Schermann kom fram með upplýsingar, sem enginn rithandasérfræðingur hefði getað fundið við venju- legar rithandaathuganir. Til dæmis gat hann sagt frá því, hvar sá var staddur, sem ritað hafði það, sem hann hafði handa á milli, og gefið um hann ótrúlegustu upplýsingar. Hér hefur nú verið drepið á helztu tegundir tilrauna um fjarskyggni, sem gerðar voru fyrir 1930. En um það leyti lágu raunar fyrir miklu meiri og betri sannanir um f jarhrif en fjarskyggni. Fjarhrifasannanirnar voru orðnar mjög sterkar. Margir ágætir vísindamenn höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að hallast eindregið að fjarhrifum. En hinir voru miklu færri, sem viðurkenna vildu fjarskyggnigáfuna. Fjarskyggnirannsóknunum var þó ekki hætt. Og raunar eru þær rannsóknir mun auðveldari en fjarhrifarannsókn- ir. Þarna snýst allt um einn mann, en við fjarhrif þarf jafn- an tvo, þann, sem sendir, og hinn, sem tekur á móti áhrif- unum. Enn fremur fylgja því nokkur vandkvæði að geta náð í góðan sendanda og góðan móttakanda hugskeyta. Hugsanaflutning mátti hugsa sér, án þess að taka líkam- ann með í reikninginn. Hann virtist vera beint samband eins hugar við annan, án þess að þurfa að fylgja þeim efnislög- málum, sem gilda um venjulega skynfæraskynjun. Fjar- skyggnin aftur á móti var greinilega háð einhverju sam- bandi við efnið. Einhver gagnkvæm samskipti milli hugans og þess hlutar, sem hinn fjarskyggni sagði frá, hlaut að eiga sér stað, ef unnt átti að vera að skilja þetta fyrirbæri. Fjarskyggnin líktist því meira, að maðurinn ætti og notaði þar nýtt skynfæri, heldur en hinu, að þetta væri aðeins hug- arstarfsemi, eins og fjarhrifin virtust vera. Því var það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.