Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 20

Morgunn - 01.12.1966, Síða 20
98 MORGUNN hún hafi gerbreytt hugmyndum sínum, enda þótt hún viður- kenni, að hún eigi sálfræðingnum C. C. Jung mjög margt að þakka. Ania Teillard telur, að draumar séu mjög bundnir ástandi dreymandans sjálfs, samúð hans, andúð og innri baráttu. Þeir gerist á takmörkum þessa heims og annars, og með því að veita þeim athygli, verði menn næmari á tilveru æðri ver- alda. Sýnir séu aftur á móti ekki háðar persónulegum til- finningum. Þar geti menn skynjað svo að segja í einni svip- an, stórfenglega hluti, sem langan tíma tekur að segja frá eða lýsa. Hún er indverska spekingnum Sri Aurobindo sam- þykk í því, að skyggnin fari vaxandi með auknum andleg- um þroska. Yfirleitt birti sýnirnar aðeins örlítið brot veru- leikans. Yfirmannlegum verum sé það einum gefið, að sjá veruleikann í heild. Sýnir hafi oft mikinn sannleika að geyma, eins og oft hefur komið í ljós. En vegna þess, að menn sjá yfirleitt ekki nema litið brot af miklu samhengi, sé erfitt að henda reiður á slíkum svipsýnum og skilja þær rétt. 1 tuttugu ár kveðst hún hafa skrifað niður allar helztu sýnir sínar, og að þetta hafi gefið sér mikla og dýrmæta reynslu. Um eilífðarverurnar ræðir hún sér í flokki. Hún telur þær vera jafn raunverulegar og lifandi og við erum sjálf, jafn- vel miklu meira lifandi. ,,Til eru verur annars lífs, jafnvel himneskar verur, okkur langt um æðri,“ segir hún. „Þær leita stundum sambands við jörðina, og ævinlega í sérstök- um tilgangi. Þær hafa talað til mín á mjög persónulegan hátt, og ég hef svarað þeim heils hugar.“ Hún kveðst um ekkert vera vissari en þetta. Og fyrir þann sannleika þori hún að veðja öllum sínum vísindalega heiðri. Svipir framliðinna. Ekki segist Ania Teillard efast um líf eftir dauðann, enda virðist henni þessi heimur og heimur framliðinna vera ná- tengdir hvor öðrum. Þeir framliðnu lifa aðeins í fíngervara efni. Hún kveðst ekki beinlínis leita sambands við þá, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.