Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 45
Sveinn Víkingur:
Þættir af fjarskyggnu fólki
og forvitru
☆
III. HLUTI
ÞORLEIFUR í BJARNARHÖFN
Hann var fæddur að Hofsstöðum í Miklaholtshreppi 9.
desember árið 1800 og heitinn eftir föður sínum, Þorleifi
Guðbrandssyni, er drukknaði í hinu mikla mannskaðaveðri
21. apríl það ár. Þorleifur kvæntist frændkonu sinni, Krist-
ínu (eldri) Sigurðardóttur frá Skógarnesi, og voru þau
bræðrabörn. Þorleifur var um skeið spítalahaldari á Hall-
bjarnareyri, en keypti Bjarnarhöfn árið 1854 og bjó þar
síðan. Hann andaðist 27. janúar 1877.
Þorleifur í Bjarnarhöfn var allt í senn, atorku- og fé-
sýslumaður, annálaður fyrir lækningar og gæddur dulhæfi-
leikum í mjög ríkum mæli. Eru til um fjarskyggni hans og
forvizku fjöldi sagna. Er það einkum að finna i bókinni
Skyggnir Islendingar eftir Öscar Clausen (Rvík 1948), Ævi-
sögu Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson,
V. bindi (Reykjavík 1949), grein eftir Brynjólf Jónsson frá
Minnanúpi í Sunnanfara, IX. árg. og víðar. Er aðallega
stuðzt við þessar heimildir um sögur þær, sem hér fara
á eftir:
„Hann var að deyja núna“.
Séra Jósep Magnússon gerðist prestur í Breiðavíkurþing-
um vorið 1850, en andaðist að Knerri 9. nóv. 1851. Þorleif-
ur var sóttur til hans, er hann lá banaleguna. Þegar hann