Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 59
Höggin á loftinu
— Þýtt úr norsku sagnasafni. —
☆
Frá því snemma um morguninn gekk ég með veiðistöng-
ina mína inn með ánni og nú var liðið langt á dag. Þá kom
ég auga á fallegan hvítmálaðan húsabæ. Svangur var ég orð-
inn og þreyttur, eftir stökkin og sprettina á urðóttum ár-
bakkanum. Karfan mín var vitanlega úttroðin af indælasta
urriða, og skemmtilegu dagsverki lokið, en sannarlega yrði
gott, að fá nú eitthvað að borða og taka svo hvíld. Ég ákvað
að fara heim að bænum og spyrjast þar fyrir um næsta gisti-
hús eða veitingastað.
Svo gekk ég heim í húsagarðinn og sá strax að gamli hvít-
hærði herramaðurinn, sem kom til móts við mig, mundi vera
sjálfur presturinn. — Lágur kirkjuturn blikaði handan við
skógarrunnana skammt frá. Ég bar fram fyrirspurn mína
og hafnaði í löngu samtali, sem lauk með því, að mér var
boðið inn til kvöldverðar. Kvöldborð prestsfrúarinnar freist-
aði mín með fyrirtaks sveitaréttum, og svo var nokkuð langt
til næsta veitingahúss. Presturinn las borðbænina yfir ný-
steiktum urriða, og ég varð ekki eftirbátur hinna, við að
tæma diskana, matarlystin var mikil, og rösklega eftir fylgt.
Og þegar mér svo var boðin næturgisting í stóru herbergi í
hliðarálmunni, hvarf öll mín áhyggja, svo að kvöldið varð
mjög ánægjulegt, í félagsskap hinna ástúðlegu prestshjóna.
Margt var skrafað og mikið lofaði ég fagurlegt setrið, í hinu
dýrlega skógarumhverfi.
— Já, það er dásamlegt að eiga hér heima, sagði prestur-
inn og ljómaði af ánægju, — ég blessa hvern dag, sem ég lifi
hér. Húsið er gamalt og gott, en elzti hluti hliðarálmunnar
er byggður úr grófum viði og síðar fóðraður innan með pan-