Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 59

Morgunn - 01.12.1966, Page 59
Höggin á loftinu — Þýtt úr norsku sagnasafni. — ☆ Frá því snemma um morguninn gekk ég með veiðistöng- ina mína inn með ánni og nú var liðið langt á dag. Þá kom ég auga á fallegan hvítmálaðan húsabæ. Svangur var ég orð- inn og þreyttur, eftir stökkin og sprettina á urðóttum ár- bakkanum. Karfan mín var vitanlega úttroðin af indælasta urriða, og skemmtilegu dagsverki lokið, en sannarlega yrði gott, að fá nú eitthvað að borða og taka svo hvíld. Ég ákvað að fara heim að bænum og spyrjast þar fyrir um næsta gisti- hús eða veitingastað. Svo gekk ég heim í húsagarðinn og sá strax að gamli hvít- hærði herramaðurinn, sem kom til móts við mig, mundi vera sjálfur presturinn. — Lágur kirkjuturn blikaði handan við skógarrunnana skammt frá. Ég bar fram fyrirspurn mína og hafnaði í löngu samtali, sem lauk með því, að mér var boðið inn til kvöldverðar. Kvöldborð prestsfrúarinnar freist- aði mín með fyrirtaks sveitaréttum, og svo var nokkuð langt til næsta veitingahúss. Presturinn las borðbænina yfir ný- steiktum urriða, og ég varð ekki eftirbátur hinna, við að tæma diskana, matarlystin var mikil, og rösklega eftir fylgt. Og þegar mér svo var boðin næturgisting í stóru herbergi í hliðarálmunni, hvarf öll mín áhyggja, svo að kvöldið varð mjög ánægjulegt, í félagsskap hinna ástúðlegu prestshjóna. Margt var skrafað og mikið lofaði ég fagurlegt setrið, í hinu dýrlega skógarumhverfi. — Já, það er dásamlegt að eiga hér heima, sagði prestur- inn og ljómaði af ánægju, — ég blessa hvern dag, sem ég lifi hér. Húsið er gamalt og gott, en elzti hluti hliðarálmunnar er byggður úr grófum viði og síðar fóðraður innan með pan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.