Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 67
MORGUNN
145
norðan af Melrakkasléttu austur hingað. Annar þeirra hét
Stefán, ungur maður frá Grjótnesi á Sléttu, sonur Björns
bónda þar, Jónssonar, og konu hans, Vilborgar Gunnars-
dóttur, systur minnar. Þeir fóru um morgun, laugardaginn
síðastan í Þorra, af Jökuldal upp á Fljótsdalsheiði, (sem er
lágt fjall og flatt, hér um bil 2 þriðjungar þingmannaleiðar
byggða milli.) Veður var svipmikið; hafði verið dimmviðri
um morguninn, en birti undir hádegi og sá sól. Um það leyti,
er mennirnir mundi vera komnir f jórðung vegar á heiðinni,
brast á allt í einu mesta foraðsveður með stórviðri, frosti og
dimmu, og hélzt við 3 dægur.
Ég minnist þess alla tíð, er ég kom út á sunnudagsmorgun-
inn, og logni brá yfir, þar sem ég var undir fjalli beint móti
veðrinu, að þá var að heyra sem brimorg í öllu norðurfjall-
inu, austurbrún Fljótsdalsheiðar, og sá þar hvergi til. Ég hef
aldrei heyrt þvílíkt veðurhljóð. Mennirnir komu hvergi fram
af heiðinni, og hafa aldrei fundizt neinar menjar þeirra, þó
leitað væri og mikill f jöldi manna hafi marggengið um heið-
ina síðan, vor, sumar og haust í f járleitum og til f jallagrasa.
Heiðin má heita búf járhagar beggja megin til miðheiðar —
mest öll grasi vaxin og flöt. Þykir þvi líklegast, að veðrið hafi
hrakið mennina í einhver árgljúfur, sem nóg eru til í báðum
heiðarbrúnum. Viða hefur þó verið leitað í þessum gljúfr-
um ..Síðar í greininni minnist hann Stefáns frænda síns
mjög hlýlega og telur hann verið hafa um flest afbragð ann-
arra ungra manna.
Seint í júnímánuði 1871, fullum þremur árum eftir að at-
burðir þessir gerðust, og tæpu misseri eftir að séra Sigurður
ritaði þessa grein, fóru þrír karlmenn og tvær konur frá
bænum Hnefilsdal á Jökuldal til grasa á Fljótsdalsheiði. —
Hafði fólk þetta tjald með sér og lá þar við í nokkrar næt-
ur. — 1 þessum hópi var unglingsstúlka að nafni Hólmfríð-
ur Grímsdóttir. Hún var dóttir Gríms Jónssonar söðlasmiðs
frá öxará í Bárðardal norður og konu hans Kristínar Guð-
mundsdóttur prests að Skinnastað og síðar að Helgastöðum,
Þorsteinssonar prests að Skinnastað, Jónssonar. Var allnáin
10