Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Side 49

Morgunn - 01.12.1966, Side 49
MORGUNN 127 Einn daginn, á meðan hún er að heiman, segir Þorleifur: „Ekkí! Þar er hún Kristín búin að helta hann Grána minn.“ — Seint um kvöldið kom Kristín heim á Grána. Og var þá klárinn haltur. Þorleifur fylgist með ferðum Elliða. Þorleifur var um skeið hákarlaformaður og átti þá há- karlaskip, er nefnt var Elliði. Þegar hann hætti þessum veið- um leigði hann skipið formanni þeim í Rifi, sem Björn hét. Tveir vinnumenn Þorleifs voru í veri á Hellissandi. Áttu þeir að fara á hákarlaveiðar með Birni, er hann hæfi veiðarnar á Þorranum. Þeir lögðu af stað í bezta veðri á Elliða, og ætlaði Björn að liggja úti við veiðarnar í nokkurn tima, eins og þá var venja. En ekki voru þeir langt komnir, er á þá brast stór- viðri af suðri, og urðu þeir að hleypa skipinu undan til Barða- strandar. Þessa nótt var Þorleifi í Bjarnarhöfn erfitt um svefn. Seg- ir hann þá við konu sína: „Hvasst fær Elliði minn yfir Breiða- bugt núna.“ — „Eru þeir að hleypa?“ spyr hún. — „Já,“ segir Þorleifur. Oft vaknaði hann og ræddi við konu sína, og þóttist jafnan sjá hvar skipið væri statt þá stundina. Að lok- um segir hann, og svo hátt, að fólkið í baðstofunni heyrði: „Elliði er lentur heill og stendur á réttum kili. En hvar það er, veit ég ekki með vissu. Ég hef aldrei komið þangað. En þar er kirkja. Ég held, að það sé á Brjánslæk." Svo leið vika. Og ekkert fréttist af Elliða, og voru allir uggandi um afdrif hans. Þorleifur sat hugsi og hélt höndum fyrir andlitið. Að lokum segir hann: „öllu er óhætt. Þeir eru á Brjánslæk. Mínir menn farast ekki í sjó. Ég sá það ekki á þeim, þegar þeir fóru.“ Þrem dögum síðar segir hann eins og við sjálfan sig: „Nú sigla þeir út í Flatey.“ Og næsta dag segir hann við konu sína: „Nú er Elliði minn bráðum lentur á Rifi, kona.“ Síðar um kvöldið segir hann næsta glaður: „Guði sé lof! Þeir eru lentir.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.