Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 35
MORGUNN
113
reikningsaðferðir, sem lengi hefur verið beitt í vísindalegum
rannsóknum, og sýna þær hvert líkindahlutfallið er milli
hinna raunverulegu svara og þess, sem átt hefði að vera, ef
hending ein hefði ráðið. Tökum dæmi: Ef maður í fjórum
tilraunum með þessi 25 spil svarar rétt í 30 skipti eða að
meðaltali 7.5 sinnum í hverri umferð, þá eru líkurnar til
þess að svo verði aðeins 1 á móti 150, ef hending ræður.
Hann hefði átt að geta rétt um 20 spil, en segir rétt til
um 30.
Svari maður rétt til um 52 spil í 8 umferðum, eða að jafn-
aði 6.5 rétt svör í umferð, eru líkindin einnig 1 á móti 150,
ef hending réði. Hann hefði átt að svara 40 sinnum rétt, en
gerir það 52 sinnum. Ef tilraun gefur árangur sem svarar
til 1 á móti 100 eða þar yfir, er yfirleitt talið öruggt, að
ekki geti verið um tilviljun að ræða, og verði þá að leita
annarra skýringa.
Eins og gefur að skilja, þar sem við vorum hér að gera
fyrstu tilraunir um fjarskyggni með þessum hætti, héldum
við okkur fast við hinar stærðfræðilegu og viðurkenndu
reglur. Við vildum ekki eiga þar neitt á hættu. Hafa og
aldrei komið fram neinar athugasemdir að því er þetta
snertir.
Af þeim, sem reyndir voru, skaraði einn langt fram úr.
Hyrstu þrjú árin voru gerðar með hann meira en 700 til-
raunir, svo sem getið er í áðurnefndri skýrslu um fjar-
skyggnitilraunirnar, sem út kom árið 1934. 1 25 tilraunum
sagði hann að meðaltali rétt til um 8 spil af hverjum 25, eða
3 spilum fleira en búast hefði mátt við í hverri tilraun. Þessi
tilraun ein út af fyrir sig er svo merkileg og árangur hennar
svo langt umfram það, sem hending segir til um, að í raun-
inni þarf ekki fleiri vitnanna við. Þótt allar hinar tilraun-
irnar hefðu gefið neikvæðan árangur, hefði það ekki nægt
til þess að ómerkja gildi þessa árangurs. Svo langt fer hann
fram úr öllu því, sem unnt er að kalla tilviljun.
Eigi að síður var árangur allra tilraunanna birtur í
skýrslunni 1934 og ekkert þar undan fellt. Var þetta gert
8