Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 60

Morgunn - 01.12.1966, Page 60
138 MORGUNN elþiljum. Þér sjáið það nákvæmlega eins og það hefur verið siðan á tíma Sergiusar prests, en það var hann, sem á að hafa byggt þennan hluta hússins. Ýmsir prestar hafa búið hér eft- ir hann, alla sína ævi, aðeins einn hvarf héðan á brott. — Það var Stoltz prestur, sagði frúin, — hann var sá fyrsti, sem heyrði bankað ofan i loftsgólfið þar. — Sussu, sagði presturinn og leit aðvarandi til konu sinn- ar, — hvers vegna ættum við að gera þreyttum gesti okkar geig, rétt fyrir háttatímann? Hér er gamla sögu að segja, já, Stoltz hefur skrifað hana nákvæmlega í dagbókina, ég hef sjálfur lesið það. — Heyrið mig, mælti ég, — er óháttvísi að biðja um að fá að heyra þá sögu. Ég hef áhuga á gömlum sögnum. Og ekki er ég svo þreyttur, að ég þoli ekki að heyra hana. Prestsfrúin leit til manns síns og hann kinkaði kolli. Og meðan kvöldhúmið færðist yfir, sagði frúin söguna: — Mörg, mörg ár eru liðin, síðan Stoltz var hér prestur. Það var áður en nýja álman var byggð, en hér stóðu fleiri smærri hús í kring, sem nú eru horfin. Stoltz var ljúflyndur maður, sóknarbörnin elskuðu hann; þau góðu hjón áttu fjór- ar ungar dætur. Fólk sagði, að presturinn bæri ekki áhyggj- ur, nema á einu sviði: Hvernig hann ætti að útvega dætrum sínum eiginmenn. 1 þá tíð var það talið næstum því óham- ingja, að verða gömul jómfrú, og hérna í sveitinni var heldur fátt um biðla, sem hæfðu prestsfjölskyldunni. Vegna þess, og hins líka, að hafa nokkurt fólk að umgangast, stunduðu prestshjónin heimboð og annað félagslíf af áhuga, bæði sum- ar og vetur. Svo var það einn dag, að þau höfðu heimboð í uppskeruveizlu, margt fólk kom í boðið, þar á meðal nokkrir stúdentar, ungur kennari, læknirinn og ýmsir fleiri. Prest- setrið bergmálaði allt af gleðihljómum æskunnar; ungu dæt- urnar flugu um í ljósum sumarkjólum, hver með sinn bezta félaga. Fallegar stúlkur, allar fjórar, en Anetta, sú yngsta, bar af hinum. Ungur lagastúdent varð svo bálskotinn í henni, að hann gleymdi bæði að borða og sofa. Ætli presturinn hafi ekki mátt vera glaður, biðill á næsta leiti!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.