Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 16
94
MORGUNN
ar í þessu lífi, er í raun og veru nauðsynleg forsenda þess,
að unnt reynist að fá algildar sannanir fyrir framhaldslíf-
inu og sambandinu við framliðna vini. Vanþekking okkar á
þeim hæfileikum, getu og kröftum, sem mannssálin býr yfir
í þessari jarðartilveru, hefur einmitt orðið orsök þess, að
mörg þau fyrirbæri, bæði í sambandi við miðla og önnur,
sem ákveðnast benda á framhaldslífið og sambandið á milli
heimanna, hafa verið tortryggð um sannanagildi á þeim for-
sendum, að þau mundi mega skýra á þá lund, að þau hafi
stafað frá undirvitund lifandi manna. Og þessari svoköll-
uðu undirvitund hafa verið eignaðir hinir ótrúlegustu mögu-
leikar, einmitt vegna þess, að þekkinguna hefur svo tilfinn-
anlega skort á dulhæfileikum sálarinnar. Þess vegna mega
spiritistar ekki sízt fagna því, að dulsálfræðingarnir rann-
saki hin lítt þekktu svið mannssálarinnar sem allra gaum-
gæfilegast, svo að skýrt megi koma í ljós, hvaða fyrirbæri,
varðandi sambandið við framliðna, megi raunverulega rekja
til dulvitundar lifandi manna, og hver þeirra ekki verði
skýrð á þann veg, og verði fyrir vikið sterkari og kröftugri
sannanir fyrir framhaldslífinu, en hingað til hefur verið við-
urkennt.
Að lokum vil ég svo leyfa mér að draga saman í stutt
yfirlit þau atriði, sem ég hef gert að umtalsefni hér að fram-
an, og til hvaða niðurstöðu þau leiði:
1. Þróunarsagan sýnir, að með tilkomu hins viti gædda
manns tekur þróunin nýja stefnu. Mannslíkaminn hættir að
þróast til samræmis við umhverfið. Sálin eða andinn tekur
frumkvæðið. Maðurinn stefnir að því að verða andleg vera,
minna og minna háð líkamanum, sem verður smátt og
smátt verr hæfur til þess að bjarga sér, án hæfileika sálar-
innar, sem fara vaxandi, og virðast því eiga þroskann fyrir
höndum i framtíðinni.
2. Trú mannsins, sem virðist eiga uppruna sinn fremur
í opinberun æðri sannleika en í daglegri athugun þessa efn-
isheims, þar sem allt líf stefnir til dauða, hefur alla stund
haft framhaldslíf í einhverri mynd að uppistöðu sinni og
I
r