Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 48
126
MORGUNN
Lét engin meðul.
Einhverju sinni var maður sendur úr Ólafsvík til þess að
hitta Þorleif og fá hjá honum meðul handa sjúklingi þar.
Þegar hann kom aftur, var hinn sjúki nýlátinn. Sendimaður
var spurður um meðulin frá Þorleifi. „Hann lét engin með-
ul. Hann sagði, að sjúklingurinn yrði dáinn, þegar ég kæmi
heim,“ svaraði sendimaðurinn.
Þorleifur sér Ólínu í Kaupmannahöfn.
Árið 1849 sigldi Ólína Árnadóttir Thorlacius í Stykkis-
hólmi til Kaupmannahafnar á skipi, er nefndist „Svanur-
inn“. Nokkrum vikum síðar var Þorleifur á ferð og kom til
Thorlaciusar. Spurði frúin hann, hvort „Svanurinn“ væri
kominn til Hafnar. Þorleifur fór þá fram í forstofu, gekk
þar um gólf stundarkorn, og segir síðan, að ekki sé skipið
enn þangað komið, en það yrði nú bráðum. Nokkru síðar
kom hann aftur í Hólminn, og spurði frúin á ný eftir dóttur
sinni. Þorleifur hafði á sama hátt og áður, gekk um gólf í
forstofunni um stund. Segist hann nú hafa séð Ólínu á gangi
á götu í Höfn, og lýsir litnum á kjólnum hennar. Síðar kom
í ljós, að „Svanurinn“ var þá kominn til Hafnar fyrir þrem-
ur dögum, og að Ólína hafði þennan dag verið á gangi um
göturnar þar, klædd kjól með sama lit og Þorleifur hafði
lýst. —
Mjög svipuð er sagan um það, er hann sá Þorleif son sinn
í Bergen. En menn voru orðnir hræddir um það, að skip það,
sem hann ætlaði að koma á, hefði farizt í hafi. Hið rétta var,
að því hafði seinkað mjög vegna viðgerðar þess ytra.
Búin að helta Grána minn.
Þegar Kristín, dóttir Þorleifs, var trúlofuð Þórði á Rauð-
kollsstöðum, fór hún einhverju sinni sem oftar þangað til
fundar við mannsefni sitt. Dvaldist hún þar nokkra daga.