Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 63
M O R G U N N 141
fyrir, það man ég, því að ég hnaut um hann og meiddist á
handlegg.
Presturinn starði þrútnum augum út í f jarlægð minning-
anna.
— Þessi högg ræna mig allri ró. Við verðum að leita um
loftið. Hún er að kalla á mig.
Manninum brá ónotalega við að hlusta á rödd prestsins.
— Sjálfsagt, auðvitað, sagði hann rólega, — en frúin
hafði lokað loftsdyrunum, svo að þangað gat enginn komizt
inn. — Svo sló að honum annari hugsun. — Hm, presturinn
meinar ef til vill, að annar inngangur væri til?
— Mér dettur nokkuð í hug, — og hún hefur kallað á mig
— við förum þangað upp. 1 fyrrinótt bankaði hún enn, mjög
greinilega.
1 mörg ár hafði loftið verið aflæst. Nú komu þeir þangað
aftur. Austurglugginn var hjúpaður ryki og köngullóarvefj-
um. Járnhespan var krækt, eins og oftast áður, og eins og
þegar lénsmaðurinn kom þangað. — En presturinn horfði
gneistandi augum yfir aðstöðuna. Hann staðnæmdist við
gömlu, járnslegnu kistumar. Tvær þeirra vom litlar, ein
stærri, sú þriðja langstærst. Hann reyndi að lyfta lokinu á
henni, en það var í lás. Félagi hans hristi höfuðið. Hvernig
ætti nokkur manneskja að komast inn um lokaðar dyr, aft-
urkræktan glugga og niður í læsta kistu?
— Sæktu járnkarl, eða öxi, skipaði presturinn. Og það
gerði hinn.
1 gömlu kistunni fundu þeir líkið af Anettu litlu, hinni
ungu og fögru. Svona varð, að hugmynd prestsins reyndist
rétt.
— Anetta var ólmt barn, sagði hann síðar, ... austur-
glugginn stóð opinn þann dag, og hún hefur reist upp stig-
ann, gengið inn á loftið og bylt stiganum til jarðar. Engum
mundi detta í hug, að hún væri þar, sem dyrnar voru læstar.
Þegar þau yrðu að kalla hana fram, ætlaði hún sigri hrós-
andi, að opna gluggann og biðja þau að reisa stigann. En þeg-
ar hún kom inn á loftið, skellti hún glugganum aftur og setti