Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 30
108 MORGUNN um aðra grein fyrir þessu en að segja, hvað hún hafði séð. Móðir hennar virtist vel frísk um morguninn, þegar telpan fór í skólann, og hafði haft orð á því að fara að heiman seinna um daginn. Þegar telpan kom heim í fylgd með lækninum, var faðir hennar að koma heim. Honum varð illt við, er hann sá lækn- inn og spurði, hvort nokkur væri veikur. Telpan sagði þá, að móðir sín væri meðvitundarlaus inni í sparistofunni, og fór með þá rakleitt þangað. Og þar lá mamma hennar á gólf- inu, alveg eins og hún hafði séð hana, og vasaklúturinn skammt frá. I ljós kom, að hún hafði fengið aðsvif vegna hjartabilunar, og kvaðst læknirinn ekki hafa mátt koma seinna, annars hefði ekki verið unnt að bjarga lífi hennar. Síðar kom í ljós, að konan hafði fengið aðsvifið eftir að telpan var farin í skólann. Enginn af heimafólkinu hafði haft hugmynd um, hvað fyrir hafði komið, né séð, þegar hún fór þarna inn í stofuna. Hér gat því naumast verið um fjarhrif að ræða. Sýn telpunnar virðist vera hrein fjar- skyggnisýn. Samt sem áður er varlegra að fullyrða ekki neitt um það. Fjarskyggni er hér um bil eins algeng og fjarhrif. En framan af dró hún að sér miklu minni athygli vísinda- manna. Og bæði í Englandi og Ameríku, þar sem mest var gert að fjarhrifarannsóknum, var fjarskyggnin varla nefnd á nafn. Þó var henni í einstökum löndum snemma nokkur gaumur gefinn. Er rétt að rekja hér stuttlega þá sögu. 1 fyrstu voru bæði f jarhrif og f jarskyggni sett í samband við dáleiðslu. Mesmer, sá sem dáleiðslan er við kennd, varð var við ýmislegt, sem benti til f jarskyggni hjá mönnum í dá- leiðsluástandi. Um mann nokkurn, sem þá var í dáleiðslu, að því er virðist, segir hann: „Stundum getur hinn dáleiddi öðlazt þann innri næm- leika, að hann fær greinilega séð bæði inn í fortíð og fram- tíð.“ Mesmer skýrir enn fremur frá því, að einn af sjúkling- um hans, sem var kona, hafi vísað á lítinn hund, sem hún átti, en hafði tapað. Þegar hún var sofnuð dásvefni, kallaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.