Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 21

Morgunn - 01.12.1966, Qupperneq 21
MORGUNN 99 taka á móti þeim og reyna að gera sér far um að skilja þá. ,,Og þessir framliðnu menn eru engir skuggar," segir hún. ,,Þeir eru nákvæmlega eins og þeir áttu að sér, með sama yfirbragði og klæddir að venju. Og þeir hafa flutt mér skila- boð, sem sýna, að þeir hafa enn áhuga á líkum efnum og áður á jörðinni.“ Frá atburði, sem gerðist á stríðsárunum, er hún bjó á frönsku baðhóteli á Miðjarðarhafsströndinni, segir hún þannig: ,,Dag einn kom bróðir minn í heimsókn og sagði, að tengdafaðir sinn væri dáinn. Hann kvað konu sína ekki mundu fara til jarðarfararinnar, né heldur yrði hún við- stödd opnun erfðaskrárinnar, enda væri hún hálf lasin. Þau hefðu og engan áhuga á arfinum, nema ef vera skyldi hring, sem gamli maðurinn hefði átt. Þegar ég var að því komin að festa blund um kvöldið, varð ég þess vör, að einhver var inni í herberginu. Hávax- inn karlmaður, iítið eitt boginn í baki, stóð við fótagaflinn. Hann studdist við prik, var þrútinn og rauður í andliti. Föt hans voru brún, úr þykku og mjúku efni, og af stígvélum hans lagði einkennilegan olíuþef. Mér kom fyrst í hug, að þetta væri einn af hótelgestun- um, og ég kynni að hafa gleymt að læsa hurðinni. En brátt varð mér ljóst, að þetta mundi vera hinn látni faðir mág- konu minnar, enda var hann henni mjög líkur í sjón. Ég varð alls ekki hrædd, en gaf gestinum merki um, að hann mundi vera að villast, og við það hvarf hann. Mér skildist af því, hvernig hann hreyfði hönd sína, að hann mundi hafa ^tlað að tala eitthvað um hringinn. Daginn eftir spurði ég mágkonu mína, hvort faðir henn- ar, en hann hafði ég aldrei séð í lifanda lífi, hefði átt hlý og brún föt. Jú, hún kannaðist við það, og sagði, að hann hefði verið vanur að ganga í þeim heima, þegar kalt var í veðri. »Og átti hann stígvél, sem af lagði megnan oiíuþef ?“ Hún varð undrandi á svip, en játaði þessu þegar. Loks spurði ég, hvort hann hefði verið rauður og þrútinn í andliti. Hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.