Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 21
MORGUNN
99
taka á móti þeim og reyna að gera sér far um að skilja þá.
,,Og þessir framliðnu menn eru engir skuggar," segir hún.
,,Þeir eru nákvæmlega eins og þeir áttu að sér, með sama
yfirbragði og klæddir að venju. Og þeir hafa flutt mér skila-
boð, sem sýna, að þeir hafa enn áhuga á líkum efnum og
áður á jörðinni.“
Frá atburði, sem gerðist á stríðsárunum, er hún bjó
á frönsku baðhóteli á Miðjarðarhafsströndinni, segir hún
þannig:
,,Dag einn kom bróðir minn í heimsókn og sagði, að
tengdafaðir sinn væri dáinn. Hann kvað konu sína ekki
mundu fara til jarðarfararinnar, né heldur yrði hún við-
stödd opnun erfðaskrárinnar, enda væri hún hálf lasin. Þau
hefðu og engan áhuga á arfinum, nema ef vera skyldi hring,
sem gamli maðurinn hefði átt.
Þegar ég var að því komin að festa blund um kvöldið,
varð ég þess vör, að einhver var inni í herberginu. Hávax-
inn karlmaður, iítið eitt boginn í baki, stóð við fótagaflinn.
Hann studdist við prik, var þrútinn og rauður í andliti. Föt
hans voru brún, úr þykku og mjúku efni, og af stígvélum
hans lagði einkennilegan olíuþef.
Mér kom fyrst í hug, að þetta væri einn af hótelgestun-
um, og ég kynni að hafa gleymt að læsa hurðinni. En brátt
varð mér ljóst, að þetta mundi vera hinn látni faðir mág-
konu minnar, enda var hann henni mjög líkur í sjón. Ég
varð alls ekki hrædd, en gaf gestinum merki um, að hann
mundi vera að villast, og við það hvarf hann. Mér skildist
af því, hvernig hann hreyfði hönd sína, að hann mundi hafa
^tlað að tala eitthvað um hringinn.
Daginn eftir spurði ég mágkonu mína, hvort faðir henn-
ar, en hann hafði ég aldrei séð í lifanda lífi, hefði átt hlý og
brún föt. Jú, hún kannaðist við það, og sagði, að hann hefði
verið vanur að ganga í þeim heima, þegar kalt var í veðri.
»Og átti hann stígvél, sem af lagði megnan oiíuþef ?“ Hún
varð undrandi á svip, en játaði þessu þegar. Loks spurði ég,
hvort hann hefði verið rauður og þrútinn í andliti. Hún