Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 65
M O R G U N N 143
með engu móti farið þetta. Sneri ég því aftur inn til barn-
anna og settist þar.
Heyrði ég, að sunginn var fleiri en einn sálmur. Þegar
söngnum lauk, hóf séra Bjarni Jónsson að flytja ræðu, en
orðaskil heyrði ég ekki, til þess var ég of langt frá tækinu.
Síðan var aftur sungið, og sat ég eins og stjörf inni hjá börn-
unum og hlustaði.
Og þegar svo útvarpið hljóðnaði, gat ég loks farið ferða
minna, nú var ég ekki lengur hrædd. En er ég kom í eldhús-
ið, var viðtækið lokað, eins og ég hafði gengið frá því. Svo
sem allir vita, er illþolandi að hafa viðtæki opið, þegar út-
varpsstöðin er ekki í gangi, því að þá framleiðir það ýmiss
konar truflanir.
Bjóst ég nú við, að bóndi minn hefði komið inn og slökt
á tækinu, og lét ég kyrrt liggja, þar til hann kom frá gegn-
ingum. En þegar ég spurði hann, kvaðst hann ekki hafa kom-
ið inn og fuliyrti, að ég hefði gengið frá lokuðu viðtækinu um
hádegið.
Nú datt mér í hug að hringja til tengdamóður minnar, sem
var á næsta bæ, og spyrja hana, hvort hún hefði hlustað á út-
fararathöfn á þessum tíma, og það reyndist líka vera. Hafði
þá verið að jarðsyngja unga konu, móður tveggja ungra
barna. Séra Bjarni flutti líkræðuna, og sálmarnir voru allir
þeir sömu og ég hafði heyrt sungna.
Skammt frá heimili okkar voru verkamenn að störfum,
og datt okkur í hug að spyrja þá, hvort nokkur þeirra hefði
komið heim og hlustað á viðtækið okkar. En þvi fór f jarri,
en tveir þessara manna höfðu verið vel kunnugir konunni
ungu, sem verið var að jarðsyngja.
Þá er það spurningin: Hver opnaði viðtækið — og lok-
aði því?
Lundi í Lundarreykjadal.
Sigríður Jónsdóttir.