Morgunn - 01.12.1966, Blaðsíða 42
120
MORGUNN
„Síðla árs 1865 — en ég var þá að lesa lögfræði í New
York — kom ég heim í herbergi mitt laust fyrir miðnætti.
Veður var hráslagalegt, kalt og hvasst. Ég man greinilega
eftir því, að ég heyrði klukkuna slá 12 rétt áður en ég sofn-
aði. En varla hafði mér runnið í brjóst, þegar ég þóttist
heyra mikinn hávaða, og um leið fannst mér ég vera að
kafna, og einhver grípa fyrir kverkarnar á mér. Við þetta
þóttist ég vakna og verða þess þá var, að ég lá á bakinu á
steinstéttinni í einhverri þröngri götu, og ofan á mér maður,
sem þjarmaði að mér, reyndi að kyrkja mig í greip sinni, en
læsti hinni hendinni um báða úlnliði mína og hélt mér þann-
ig föstum. Þetta var ófrýnilegur náungi, rekinn saman, grá-
skeggjaður og með úfið hár. Þarna veltumst við í hörku-
áflogum. Skyndilega sá ég hann seilast eftir lítilli öxi, sem
blikaði á. Ég brauzt um af öllu afli, enda um lífið að tefla,
og fannst ég nú hafa heldur betur í okkar skiptum. Aldrei
gleymi ég þeim fögnuði, sem gagntók mig, er ég kom auga
á óttaslegin andlit nokkurra vina minna, sem séð höfðu
hvernig ég var útleikinn, og skunduðu mér til hjálpar.
Sá þeirra, sem fyrstur kom, sveif þegar á óvin minn, þreif
um úlnlið hans og fékk þannig losað hálstakið. En í því sá
ég öxina blika á lofti yfir höfði mér. Höggið reið af og kom
á ennið. Ég fann höfuðið dofna við höggið og kuldadofann
leggja þaðan um allan líkamann. Jafnframt fann ég eitt-
hvað volgt renna niður andlitið á mér og í munninn. Ég
hneig út af og man greinilega blóðbragðið í munninum.
Síðan fannst mér ég svifa um stund í lausu lofti fáein fet
yfir líkinu af sjálfum mér. Ég sá líkama minn greinilega,
þar sem hann lá á bakinu, og öxin sat föst í enninu. Ég
heyrði, að vinir mínir voru að gráta, en svo var eins og grát-
hljóðið dæi út eða færðist fjær. Skyndilega hrökk ég upp og
glaðvaknaði. Ég leit á úrið. Ég hafði í mesta lagi sofið í
hálfa klukkustund.
Snemma næsta morgun hitti ég einn af beztu vinum mín-
um. Við vorum ávallt mjög samrýmdir. Allt í einu segir
hann upp úr þurru, að sig hafi verið að dreyma mig ein-