Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Page 42

Morgunn - 01.12.1966, Page 42
120 MORGUNN „Síðla árs 1865 — en ég var þá að lesa lögfræði í New York — kom ég heim í herbergi mitt laust fyrir miðnætti. Veður var hráslagalegt, kalt og hvasst. Ég man greinilega eftir því, að ég heyrði klukkuna slá 12 rétt áður en ég sofn- aði. En varla hafði mér runnið í brjóst, þegar ég þóttist heyra mikinn hávaða, og um leið fannst mér ég vera að kafna, og einhver grípa fyrir kverkarnar á mér. Við þetta þóttist ég vakna og verða þess þá var, að ég lá á bakinu á steinstéttinni í einhverri þröngri götu, og ofan á mér maður, sem þjarmaði að mér, reyndi að kyrkja mig í greip sinni, en læsti hinni hendinni um báða úlnliði mína og hélt mér þann- ig föstum. Þetta var ófrýnilegur náungi, rekinn saman, grá- skeggjaður og með úfið hár. Þarna veltumst við í hörku- áflogum. Skyndilega sá ég hann seilast eftir lítilli öxi, sem blikaði á. Ég brauzt um af öllu afli, enda um lífið að tefla, og fannst ég nú hafa heldur betur í okkar skiptum. Aldrei gleymi ég þeim fögnuði, sem gagntók mig, er ég kom auga á óttaslegin andlit nokkurra vina minna, sem séð höfðu hvernig ég var útleikinn, og skunduðu mér til hjálpar. Sá þeirra, sem fyrstur kom, sveif þegar á óvin minn, þreif um úlnlið hans og fékk þannig losað hálstakið. En í því sá ég öxina blika á lofti yfir höfði mér. Höggið reið af og kom á ennið. Ég fann höfuðið dofna við höggið og kuldadofann leggja þaðan um allan líkamann. Jafnframt fann ég eitt- hvað volgt renna niður andlitið á mér og í munninn. Ég hneig út af og man greinilega blóðbragðið í munninum. Síðan fannst mér ég svifa um stund í lausu lofti fáein fet yfir líkinu af sjálfum mér. Ég sá líkama minn greinilega, þar sem hann lá á bakinu, og öxin sat föst í enninu. Ég heyrði, að vinir mínir voru að gráta, en svo var eins og grát- hljóðið dæi út eða færðist fjær. Skyndilega hrökk ég upp og glaðvaknaði. Ég leit á úrið. Ég hafði í mesta lagi sofið í hálfa klukkustund. Snemma næsta morgun hitti ég einn af beztu vinum mín- um. Við vorum ávallt mjög samrýmdir. Allt í einu segir hann upp úr þurru, að sig hafi verið að dreyma mig ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.