Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 67

Morgunn - 01.12.1966, Síða 67
MORGUNN 145 norðan af Melrakkasléttu austur hingað. Annar þeirra hét Stefán, ungur maður frá Grjótnesi á Sléttu, sonur Björns bónda þar, Jónssonar, og konu hans, Vilborgar Gunnars- dóttur, systur minnar. Þeir fóru um morgun, laugardaginn síðastan í Þorra, af Jökuldal upp á Fljótsdalsheiði, (sem er lágt fjall og flatt, hér um bil 2 þriðjungar þingmannaleiðar byggða milli.) Veður var svipmikið; hafði verið dimmviðri um morguninn, en birti undir hádegi og sá sól. Um það leyti, er mennirnir mundi vera komnir f jórðung vegar á heiðinni, brast á allt í einu mesta foraðsveður með stórviðri, frosti og dimmu, og hélzt við 3 dægur. Ég minnist þess alla tíð, er ég kom út á sunnudagsmorgun- inn, og logni brá yfir, þar sem ég var undir fjalli beint móti veðrinu, að þá var að heyra sem brimorg í öllu norðurfjall- inu, austurbrún Fljótsdalsheiðar, og sá þar hvergi til. Ég hef aldrei heyrt þvílíkt veðurhljóð. Mennirnir komu hvergi fram af heiðinni, og hafa aldrei fundizt neinar menjar þeirra, þó leitað væri og mikill f jöldi manna hafi marggengið um heið- ina síðan, vor, sumar og haust í f járleitum og til f jallagrasa. Heiðin má heita búf járhagar beggja megin til miðheiðar — mest öll grasi vaxin og flöt. Þykir þvi líklegast, að veðrið hafi hrakið mennina í einhver árgljúfur, sem nóg eru til í báðum heiðarbrúnum. Viða hefur þó verið leitað í þessum gljúfr- um ..Síðar í greininni minnist hann Stefáns frænda síns mjög hlýlega og telur hann verið hafa um flest afbragð ann- arra ungra manna. Seint í júnímánuði 1871, fullum þremur árum eftir að at- burðir þessir gerðust, og tæpu misseri eftir að séra Sigurður ritaði þessa grein, fóru þrír karlmenn og tvær konur frá bænum Hnefilsdal á Jökuldal til grasa á Fljótsdalsheiði. — Hafði fólk þetta tjald með sér og lá þar við í nokkrar næt- ur. — 1 þessum hópi var unglingsstúlka að nafni Hólmfríð- ur Grímsdóttir. Hún var dóttir Gríms Jónssonar söðlasmiðs frá öxará í Bárðardal norður og konu hans Kristínar Guð- mundsdóttur prests að Skinnastað og síðar að Helgastöðum, Þorsteinssonar prests að Skinnastað, Jónssonar. Var allnáin 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.