Morgunn - 01.12.1966, Side 33
MORGUNN
111
hlutskyggni, og komust að þeirri niðurstöðu að þær sýndu,
að fjarskyggni ætti sér stað.
Hinir fjarskyggnu, sem reyndir voru, höfðu hver sína að-
ferð. Sá, sem próf. Fischer notaði við sínar tilraunir, hét
Rafael Schermann, og hafði hæfileikann á háu stigi. Hann
notaði rithandir manna og las úr þeim eitt og annað um
þann, sem skrifað liafði. Af skýrslum um þessar tilraunir
er auðsætt, að Schermann kom fram með upplýsingar, sem
enginn rithandasérfræðingur hefði getað fundið við venju-
legar rithandaathuganir. Til dæmis gat hann sagt frá því,
hvar sá var staddur, sem ritað hafði það, sem hann hafði
handa á milli, og gefið um hann ótrúlegustu upplýsingar.
Hér hefur nú verið drepið á helztu tegundir tilrauna um
fjarskyggni, sem gerðar voru fyrir 1930. En um það leyti
lágu raunar fyrir miklu meiri og betri sannanir um f jarhrif
en fjarskyggni. Fjarhrifasannanirnar voru orðnar mjög
sterkar. Margir ágætir vísindamenn höfðu komizt að þeirri
niðurstöðu, að hallast eindregið að fjarhrifum. En hinir
voru miklu færri, sem viðurkenna vildu fjarskyggnigáfuna.
Fjarskyggnirannsóknunum var þó ekki hætt. Og raunar
eru þær rannsóknir mun auðveldari en fjarhrifarannsókn-
ir. Þarna snýst allt um einn mann, en við fjarhrif þarf jafn-
an tvo, þann, sem sendir, og hinn, sem tekur á móti áhrif-
unum. Enn fremur fylgja því nokkur vandkvæði að geta náð
í góðan sendanda og góðan móttakanda hugskeyta.
Hugsanaflutning mátti hugsa sér, án þess að taka líkam-
ann með í reikninginn. Hann virtist vera beint samband eins
hugar við annan, án þess að þurfa að fylgja þeim efnislög-
málum, sem gilda um venjulega skynfæraskynjun. Fjar-
skyggnin aftur á móti var greinilega háð einhverju sam-
bandi við efnið. Einhver gagnkvæm samskipti milli hugans
og þess hlutar, sem hinn fjarskyggni sagði frá, hlaut að
eiga sér stað, ef unnt átti að vera að skilja þetta fyrirbæri.
Fjarskyggnin líktist því meira, að maðurinn ætti og notaði
þar nýtt skynfæri, heldur en hinu, að þetta væri aðeins hug-
arstarfsemi, eins og fjarhrifin virtust vera. Því var það, að