Morgunn


Morgunn - 01.12.1966, Síða 62

Morgunn - 01.12.1966, Síða 62
140 MORGUNN atburður. Boð voru gerð eftir lénsmanninum og hann kom, ásamt aðstoðarmanni sínum. Hann lét gera skipulagða leit um öll hús, um hvern krók og kima á prestssetrinu. Dyrnar að loftinu voru rammlega læstar. Það hafði frúin sjálft gert og geymdi lykilinn, svo að kettirnir stofnuðu ekki fjölskyld- ur þar uppi. En lénsmaðurinn vildi líta þar inn líka, svo að lokið var upp, en þar var ekkert að sjá nema ryk, gamlar fatadruslur, kistur og drasl. Austurglugginn var hespaður aftur. Þarna mundi enginn hafa komizt inn. Nei, hugsanlegt væri, að Anetta hefði falið sig í kornakrinum, eða ef til vill niðri i gamla mylnuhúsinu. Stúdentinn hljóp þangað, kom aftur vonsvikinn og örvilnaður. Nú var skipað í manngarð, kornakurinn allur troðinn niður, leitað í skóginum og við tjörnina ... En Anetta fannst ekki. Nóttin leið og nýr dagur rann, harmi roðinn. Og margir dagar komu, vikur, mánuðir og ár. Presturinn gerðist gamalmenni fyrir aldur fram, dæturnar fengu biðla og fóru að heiman. Elskhugi Anettu kom hvert sumar í heimsókn, trúfesti hans kvikaði aldrei, en raunir prestsins þyngdust hvert sinn, og hann stóð nú einn eftir. — Við misstum hana, elsku barnið, sagði hann við síðustu heimsóknina, — og þetta fylgir mér ævina á enda. Veiztu, kæri vinur, ég segi þér það, af því að þér þótti vænt um hana, — að hún sendir mér kveðjur, hún bankar á hjá mér. Elskhugi Anettu leit örvilnaður á prestinn, og þeirri hugs- un sló að honum, að gamli maðurinn væri ekki með öllum mjalla, út af hvarfi eftirlætisbarnsins sins. — Bankar hún á? — Já, þegar ég sit aleinn yfir bókum mínum á kvöldin, heyri ég greinilega, að einhver er að banka. Það kemur ofan frá, af loftinu. — Sennilega er það aðeins fugl, spæta ... — Heyrðu, kæri vinur, það er enginn fugl. Ég hef hugsað og aftur hugsað um þetta. Manstu hvort nokkur stigi var í þá tíð upp að austurglugganum á loftinu? — Nei, ekki upp að glugganum. En hann lá í grasinu niðri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.