Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 8
6
MORGUNN
gengur af slíkum fundi, sannfærður um það, að hann
hafi komist í návígi (sic!) við framliðinn ástvin, verður
ekki annað sagt en það, að sá hinn sami er tæpast vand-
látur á „vísindalegar rannsóknaraðferðir"!
Já þetta er nú ljóti leikurinn! Oghvað á þá að gera við fólk,
sem samt sem áður trúir þvi að það hafi fengið óbrigðular
persónulegar sannanir fyrir því, að það hafi haft samband við
látinn ástvin, hvort sem Heimi Steinssyni líkar betur eða ver?
Það stendur ekki á svarinu hjá þessum guðsmanni. Því
lýsir hann skorinort á bls. 352 í Kirkjuritinu með eftirfarandi
orðum:
„Hér á landi er það sérstök skylda okkar aS herja á anda-
trúna, þetta fyrirlitlega samsull lygavísinda, rakalausrar trúar-
heimspekilegrar þvœlu og ógeðslegrar sefjunar af lágreistri
og ómennskri gerS. Sú sjón sem nýlega bar fyrir augu okkar
flestra í sjónvarpi og eflaust hefur þrásinnis boriS fyrir augu
margra okkar á ýmis konar fundum, þessi hugstola þráseta
aílslausra reikunarmanna umhverfis vanheila persónu, sem
nefnd er „miSill“, hlýtur hún ekki aS brýna okkur til dáSa?
Rennur ykkur ekki til rifja aS sjá þessa takmarkalausu sjálfs-
blekkingu, þessa andlegu lágkúru, þennan intellekuella vesal-
dóm fólks, sem sagt er aS tilheyri einni af menningarþjóSum
veraldar? Er ekki kominn tími til áS hýSa opinberlega bæSi
seint og snemma alla þá sem aS þessum auSvirSilegu rökku-
óperum standa, en stugga hinum, sem um þá safnast, áleiSis
út á kaldan klaka?“
Það var ekki furða þótt dómkirkjupresturinn í Reykjavík,
séra Þórir Stephensen, vildi opinberlega vekja á því athygli,
að þetta væru ekki skoðanir allra kirkjunnar manna. Það er
satt að segja sálfræðileg ráðgáta, hvemig nokkur heilvita mað-
ur getur samrýmt slíka boðun ofsókna og ofstækis trú á Jesú
Krist.
Það þarf tæpast að taka það fram, að þessi skólastjóri, sem
sífelt stagast á orðum eins og „rök“ og „vísindi“, lætur eins
og hann hafi aldrei heyrt getið um visindalegar rannsóknir
ameríska sálarrannsóknafélagsins í New York á skyggnilýs-