Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 9
KYNLEGAR KENNINGAH
7
ingahæfileikum miðilsins Hafsteins Björnssonar, enda þótt
fyrsta skýrslan um þessar rannsóknir hafi verið birt í út-
breiddasta dagblaði landsins. Þessum rannsóknum stjórna
heimskunnir sérfræðingar í rannsóknum yfirskilvitlegra fyrir-
bæra og hæfileika, ásamt íslenzkum dulsálfræðingi, dr. Er-
lendi Haraldssyni, sem þegar hefur hafið vísindalegar rann-
sóknir á þessum efnum hér á landi og er lektor við Háskóla
Islands. En það er ekki heppilegt að taka eftir slíkum smá-
munum, þegar ráðast skal af ofstæki og heift á Sálarrann-
sóknafélag Islands og starfsemi þess og ofsóknir eru boðaðar
á hendur öllum sem dirfast að kynna sér andleg mál eftir
öðrum leiðum en Heimi Steinssyni þóknast.
Engir hafa fagnað því af meiri alhug en spíritistar á íslandi,
að erlendir hlutlausir vísindamenn skuli hafa fengið slíkan
áhuga á íslenzkum miðli, þvi hér er engu að leyna. Þvert á
móti, hér er verið að leita að sannleikanum, hver sem hann
reynist vera. Kreddubundnir ofstækismenn í trúmálum fá
hér engu um haggað. Ofsóknir af því tagi, sem séra Heimir
Steinsson hoðar eru gjörsamlega máttlausar, nema þeim sé
heitt í skjóli valds. Þetta er vanmáttugt óp úr myrkri miðalda.
Þetta eru dauðakippir steinrunninnar þröngsýni, sem ekki
nær andanum í andrúmslofti frjálsrar hugsunar, fremur en
fiskur á þurru landi.
11.
Það fer óskaplega í taugarnar á Heimi Steinssyni, að menn
skuli leyfa sér að trúa því, að líf sé að þessu loknu. Að maður
tali nú ekki um þá ósvinnu að vera svo viss í sinni sök, að
maður reyni að hafa samband við látna ástvini! Þetta stafar af
þvi, að það er grundvallarsannfæring þessa manns, að dauð-
inn sé endir allrar tilveru. Og þó þykist hann trúa á Krist,
sem bauð ræningjunum á krossimun: „Sannlega segi ég þér:
í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ (Svo maður minnist
nú ekki á upprisuna!) — Og hvað hefur nú Heimir að segja
um slikt tal? .Tú, þetta: „Öheimspekilegt þvaður um ímyndað