Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 101
BÆKUR
99
því teygt hann til nokkuð langsóttra skýringa, eins og til
dæmis sagan af geislabyssunni hans Móse. En hvað sem því
liður þá verður rödd þessa djaría og dugmikla rithöfundar og
ferðalangs ekki þögguð niður, því bækur hans seljast nú um
allan heim og vekja mikla eftirtekt, enda eru þær spennandi
lestur og eykur það gildi þeirra, að höfundur vitnar stöðugt
í nýjar ritgerðir eftir kunna vísindamenn máli sínu til stuðn-
ings. Hann hefur vakið athygli á svo markverðum staðreynd-
um, að spurningar um þær verða ekki þaggaðar niður. Þeir
sem hafna skýringum Danikens verða þá að finna aðrar betri
og rökstyðja þær með jafngóðum rökum og hann beitir máli
sínu til stuðnings.
Vitanlega hafa þessar kenningar farið ógurlega í taugam-
ar á ýmsum vísindamönnum, sem standa í þeirri trú, að véla-
menning nútímans sé einhver hápunktur mannlegrar tækni-
þróunar, og ráðist heiftarlega á þær. En Erich von Daniken
lætur það sem vind um eyrun þjóta. Hann minnist þess með
glotti að þegar finnandi Trójuborgar Schliemann hóf leit sína
að þessari fomfrægu borg eftir tilvísan kviða Hómers, þá varð
hann einnig fyrir aðhlátri og háði vísindamanna samtímans.
En sá hlær bezt sem síðast hlær.
GERSEMAR GUÐANNA er þriðja bókin sem út kemur á
íslenzku eftir Erich von Daniken. Hinar em VORU GUÐ-
IRNIR GEIMFARAR og I GEIMFARI TIL GOÐHEIMA.
Renda titlarnir til aðalefnis þeirra hverrar fyrir sig. Utgef-
endur er bókaútgáfa þeirra Arnar og örlygs, Þessi síðasta
hók er íslenzkuð af Degi Þorleifssyni og er það vandasamt og
vel unnið verk. Ljósmyndir höfundar sjálfs prýða allar þess-
ar bækur og auka gildi þeirra. Þær sameina það að vera stór-
fróðlegar og blátt áfram spennandi.