Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 71

Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 71
HU GLÆKNINGAR 69 aði Jóna að fara inn, en þeir drógu og hrundu henni inn úr dyrunum. Varð hún þá með öllu bandóð, og þvertók fyrir að fara lengra. Þeir fóru þá að stimpast við Jónu. Þiá varð ég sjónai'vottur að þeim heljartökum, sem eigi er auðið að gleyma. Hún kastaði mönnum með beinum handleggjum eins og fífuvettlingum frá sér, hverjum á fætur öðrum og stund- um tveimur í senn, og beitti jafnframt tönnum. Einn þeirra var Jónas Jónsson, er var hinn stærsti maður, sem ég hafði þá séð. Hann var ýmist nefndur Jónas langi eða Jónas prests- bróðir, enda var hann það hvort tveggja. Var hann í stórri og mjög þykkri yfirhöfn, og svipti Jóna stykki úr henni. Hertu þeir þá sóknina, og gátu þá þrýst henni í sjálfheldu upp við vegg, og voru ærið harðleiknir. Ég hafði staðið hrædd- ur og hissa úti í horni, en þá liljóp ég fram og sagði: „Getið þið eigið farið betur með hana? Hún lætur undan góðu.“ Þá mælti Jóna: „Heyrið þið, hvað bamið segir, og hugsið út í það.“ Ég sagði þá, að ég væri viss um, að hún yrði hæg, ef vel væri að henni farið og sagði hún það satt vera. Þeir los- uðu þá með hægð böndin af henni. Hún lofaði þá að fara með góðu inn í baðstofuna, ef þeir slepptu höndnm af sér, og efndi hún það. Þá sneri Jóna sér til mín og spurði: „Hvað heitir þú, drengur minn?“ Ég sagði henni það. Þá segir hún: „Það lá að, að þú værir sonur hennar móður þinnar. Ég þurfti annars ekki að sp}rrja að því, ég mátti vita það.“ En þær móðir mín og Jóna höfðu verið mestu vinkonur. Svo liðu nokkur ár, og kymitist ég Jónu mjög lítið. Veiki hennar hafði hagað sér breydlega, en að jafnaði hafði hún verið alheilbrigð með köflum og þess á milli brjáluð. Smátt og smátt styttust þó þeir tímarnir, sem hún var með sjálfri sér, en hinir lengdust, fóru að mestu að ná saman. Ég man eigi með vissu, hvort það var á útmánuðum 1873 eða 1874, að Jóna kom að Mýri og var þar alllengi. Þó held ég megi segja, að það værí síðamefnda árið. Veiki hennar hagaði sér þá mjög einkennilega og breytilega, en þó voru breytingarnar reglubundnar í þann tíma. Vil ég því lýsa því nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.