Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 72
70 MORGUNN Fyrsta dag var Tóna heilbrigð. Hún var þá hæglát og hálf- raunamædd yfir óstandi sinu. Samt bar hún það með still- ingu, og var mjög skynsöm og viðfeldin i tali. Sat hún þá vanalega við einhverja handavinnu, því að hún var mjög myndarleg til handanna. Allir voru henni mjög góðir, virtu hana og hörmuðu örlög hennar, jafn myndarlegrar og góðrar stúlku. Annar dagurinn mátti nefnast gleðidagurinn. Leið Jónu þá mjög vel, og var leikandi kát. Oft mátti þá segja, að það væri dauður maður, sem eigi hlæi með henni. Minnti hún á skarpgáfaðan mann, er myndi allt, sem hann hafði séð, heyrt og lesið. Ennfremur, að hann væri góðglaður af víni og léki á alls oddi, svo að hugsanir og orð hömp- uðu honum fjörlega. Oft talaði hún þá rósamáli. Var hún þá meinfyndin og bítandi háðsk. Stundum var þá svo mik- il snilld á málskurði hennar, að segja mátti, að orðin væru perlur, en setningarnar gimsteinar. Figi var það svo sjald- an þann daginn, að hún uppnefndi fólk. Meinlaus virtust þó nöfnin, þeim, er eigi skildu meiningu þeirra, en hana sagði hún fáum eða engum nema mér. T. d. hét einn bróðir hennar Benedikt. Flann kallaði hún mjóa Bensa. Var hann þó stuttur og mjög gildvaxinn. Talinn var hann fremur vit- grannur. Þó var hann verkhygginn og fremur fésæll. Einu sinni spurði ég Jónu, hvers vegna hún kallaði hann Benedikt bróður sinn mjóa Bensa, hann sem væri svo digur. Hún svar- aði: „Það er svo ógnar mjótt í honum vitið.“ Aðnr héldu, að hún skopaðist að gildleika hans. Þannig var það oftast, að fæstir skildu viðurnefni Jónu og rósamál. Þriðja daginn var Jóna bandóð. Hafði hún þó mjög hátt um sig, hamaðist og leitaðist við að spilla öllu, sem hún náði til. Varð því stundum að leggja hendur á hana, til að aftra henni frá skemmdum. Þurftu þá efldir karlmenn að gæta hennar. Fjórði dagurinn var sannnefndur hörmunga- eða rauna- dagur. Þá var talsvert rugl á Jónu, en hún var yfirleitt hæg. Mundi hún nákvæmlega eftir öllu frá deginum á undan, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.