Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Side 43

Morgunn - 01.06.1975, Side 43
UNDRALÆKNINGAR Á FILIPPSEYJUM 41 Kvaðst hann ekki þurfa að rannsaka þetta, hann gæti séð á augabragði að þetta væri nokkurra daga gamalt æxli og blóð- ið væri ekki raunverulegt blóð. Látkvikmyndir voru teknar einmitt af þessum umrædda uppskurði og sést dr. Wanderman greinilega á þeirri mynd, svo hann virðist ekki hafa trúað sínum eigin augum. Antonio Agpaoa er engan veginn einasti maðurinn á Fil- ippseyjum, sem getur framkvæmt slík kraftaverk. Þar virðast vera margir slikir huglæknar, og eru rannsóknir á þessum lækningum enn á byrjunarstigi. Þessir menn eru flestir félag- ar í Samtökum kristilegra spíritista, sem á máh innlendra heita Espíritista. Harold Sherman tekur það fram í bók sinni um þessa menn og hin furðulegu afrek þeirra, að hann hafi bæði séð og kom- ist að svikum, bæði meðvituðum og ósjálfráðum. En framhjá þeirri staðreynd verði samt ekki gengið að hann og félagar hans hafi orðið vitni að fyrirbærum, sem virðast vera ósvikin og alls ekki hægt að skýra með viðurkenndum aðferðum læknisfræði og nútímavísinda. Hér endurtekur sig sagan um hvita hrafninn, sem stjörnufræðingurinn Robert Swobe minntist á. Hér skal nú getið nokkurra staðreynda um ævi þess læknis sem hér hefur aðallega verið umtalsefni, Antonios Agpaoa. Hann fæddist 2. júní 1939, eitt af mörgum börnum bónda nokkurs i þorpinu Rosita á Filippseyjum. Ibúar þessa þorps eru um 5000. Móðir Tonios er látin. Benti allt til þess að hann hefði orðið venjulegur sveitarmaður á bóndabænum hans pabba síns, ef hann hefði ekki níu ára gamall orðið fyrir ein- kennilegri reynzlu. Var þar á ferð andi sá, sem hann siðan hefur kallað verndarann og honum hefur verið sagt að vera fámáll um. Þessi reynzla lá í þvi að verndarinn kallaði hann út um mið- nætti hvað eftir annað og hélt honum iðulega allt til dögunar við að þjálfa hann andlega, svo hann mætti verða farvegur til þess að taka við læknandi krafti. Tonio kallar þemian vernd- ara sinn stundum tata, sem þýðir faðir á máli innfæddra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.