Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 38
36
MORGUNN
sér hefði verið svarað. Bók sú, er til er vilnað hér að framan,
geyxnir ærin dæmi þess, að kviksettir menn hafi ærst í gröf-
um sínum.
Það er mér i barnsminni að talið var að maður nokkur
aldraður hafi verið kviksettur í Görðum á Akranesi. Engan
grunaði neitt og enginn verðru um þetta sakaður. En ekki
löngu eftir greftrun hans var tekin gröf við enda leiðisins, og
kom þá í ljós, að fótagaflinum hafði verið spyrnt úr kistunni.
Um þetta var talað í hálfgerðum hvíslingum, og kistubrotið
var skýrt á þarrn hátt, að gas hefði myndast í kistunni og það
sprengt úr hemii gaflinn. Barnalegri skýringu er naumast
unnt að hugsa sér. Löngu siðar var mér sögð samskonar saga
um merkisbónda í Árnessýslu. Sá sem sagði mér, er þjóðkunn-
ur Árnesingur og ekki borinn við fleipur.
Nei, þessi mál eru ekki til þess að ræða mn af léttúð, og
ekki heldur til þess að víkja sér undan þeim með látalátum
og sjálfsblekkingu. Sannleikurinn verður jafnan sagna beztur.
En getur þú, lesari góður, hugsað þér nokkuð hryllilegra en
kviksetningu? Ég get það ekki. Og ekki gátu þeir það heldur
læknarnir tveir, er rituðu áðursagða bók, Premature Burial.
Eins og áður var vikið 'að, eru þess dæmin að á síðustu
stundu verði forðað frá kviksetningu. Guði sé lof, skulum við
segja i fullri alvöru. Einn af mestu mætismönnum íslenzkrar
klerkastéttar sagði mér eitt sinn frá því, hvemig þeim hrylli-
lega atburði var frá bægt á hans eigin heimili. Þvílíkt lán.
Og muni það allir að gæta varúðar þar sem hættan er hugs-
anleg.