Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 64
II.
HUGLÆKNINGAR
Flestir munu að líkindum hafa veitt því eftirtekt, að þeim
líður vel í nærveru við suma menn, en illa í návist við aðra.
Ætla mætti, að þetta stafaði af útliti mannsins og orðum. Þó
er það sjaldnar, að þau atriði séu nema lítill þáttur. Oft ber
það lika við, að sami maðurinn hefir ýmist aðlaðandi eða
fráhrindandi áhrif á oss, og það þótt hann sé þegjandi og
útlit hans óbreytt eða hann sé í myrkri. Þegar komið er í
dimmu inn í hús, þar sem einn eða fleiri óþekktir menn sitja
hljóðir fyrir, eða eru jafnvel sofandi, finna menn engu síður,
að áhrif þeirra eru mjög mismunandi. Að jafnaði eru menn
mun næmari fyrir þessu veikir en heilbrigðir, og ókunnugir
en kunnugir. Fyrir mér er munurinn mikill. Þótt ég verði
þess að jafnaði lítillega var heilbrigður, þá er það oft svo í
veikindum, að frá sumum leggur til mín styrk og yl, en frá
öðrum deyfð og ógeðshryhing. Menn hafa og viðurkennt, að
miklu skiptir, hverjir sætu við sjúklingasængur; einn á við
þennan, annar við hinn.
En það sem veldur þessu, er samhyggð og orkustreymi.
Lífstreymið eða geislamir, sem stafa frá manni, eru mjög
mismunandi að verkunum eða styrkleika. Ymist starfa þeir
þægilega eða óþægilega, lamandi eða styrkjandi. Flestum, sem
eru myrkfælnir eða fellur illa einvera, liður mun betur, séu
þeir með hund eða hest en séu þeir aleinir. Eins er, ef þeir
þurfa að fara inn í hús í myrkri, eða dveljast í því, kjósa þeir
miklu heldur, að skepnur séu þar fyrir. Engum dettur þó í
hug, að skepnurnar, svo sem meinlausar sauðkindumar, verji
þá fyrir draugum. Nei! Það er nú öðru nær, heldur em það
lífgeislarnir frá skepnunum, sem auka styrk þeirra.
Þá mun það almennt viðurkennt, að þeir séu fleiri en Napó-