Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 82
ÆVAR R. KVARAN:
GUNNAR E. KVARAN
STÓRKAUPMAÐUR
FÁEIN KVEÐJUORÐ
Einn af beztu stuðningsmönnum Sálarrannsóknafélags Is-
lands, Gunnar E. Kvaran, hefur nú lokið dvöl sinni meðal
vor að sinni. Gunnar var reiðubúinn til þessarar farar.
Hann var einn hinna ótalmörgu, sem spíritisminn hafði gætt
svo óbilandi fullvissu um líf að þessu loknu, að hann var til
farar fús, hvenær sem kallið kæmi. Því sannfærðir spiritistar
geta glaðir ávarpað hinn svokallaða dauða með orðum Hall-
grims Péturssonar: „Komdu sæll, þegar þú vilt.“
Spíritisminn hefur brotið brodd dauðans og kennt oss að
snúast gegn sorg, sem skapast vegna viðskilnaðar við ástvini.
Oss hefur verið bent á það, að hún er fararmanni fjötur
um fót, þegar fyrsta áfanga liefur verið náð, því förinni er
lengra heitið. Hins vegar er þeim sem yfirum ferðast að því
ómetanlegur styrkur að honum séu sendar kærleiksríkar hugs-
anir og fyrir honum sé beðið.
Gunnar hefði orðið áttræður þ. 11. nóv. n.k., og var því
kallinu viðbúinn, þegar það kom.
Vér vinir Gunnars og vandamenn munum áreiðanlega
sakna hans, en á hinn bóginn óska honum til hamingju með
umskiftin, sem nú hafa af honum létt þeim þrautum sem
óhjákvæmilega leiða af hrörnun efnislíkamans með aldrinum.
Það mun ekki liafa glatt hann lítið að hitta nú aftur heittelsk-
aða eiginkonu sína, Mundu, eins og hann jafnan kallaði hana.
En hennar saknaði hann mjög, þegar hún þurfti að kveðja