Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 36
34
MOKGUNN
þær til Gunnlaugs til yfirlesturs áður en ég sendi þær til prent-
unar. Hann var slyngari málflutningsmaður en ég, og kom
fyrir að hann strikaði út setningar, og sagði þá: „Þetta segjum
við þegar bálstofan er komin upp, en ekki núna.“ Ásamt konu
minni gekk ég í Bálfarafélagið á stofnfundi þess, eins og gjörða-
bók þess væntanlega sýnir, ef hún er enn til. En félagið dó
með upphafsmanni sínum, Gunnlaugi, eða ef látið var heita
að það lifði hann, þá er víst að það varaðist að gera nokkuð
bálfaramálinu til eflingar. Um stofnun Bálfarafélagsins hafa
sést á prenti furðulegar missagnir; t.d. segir í Islenzkum sam-
tíSarmönnum að Björn Ólafsson hafi stofnað félagið, en slíkt
er tilhæfulaust; það sannarlega gerði dr. Gunnlaugur Claes-
sen, en Björn var þar á meðal þeirra er stofnfundinn sóttu.
Þá hefir og á öðrum stað verið talið að Knud Zimsen hefði
átt þátt i framgangi bálfaramálsins. Ennþá meiri fjarstæða
er það, því hann var málinu mjög andvígur, þó að ekki legði
hann á móti þvi á opinberum vettvangi. „Þið skuluð aldrei
ná í mig til að brenna“, sagði hann eitt sinn við mig. Ég
svaraði gamansamlega á þá leið, að ekkert væri að óttast, við
mundum engan brenna ófúsan. En að félagið hafi verið talið
hjara enn um sinn eftir fráfall Gunnlaugs Claessens ræð ég
af þvi, að einhversstaðar sá ég pésa frá því, en bersýnilega
var hann ekki ætlaður íslenzkum lesendum, þvi hann var á
„ensku“ af þeirri tegund að ég tel ekki vonlaust að ögmundur
Sigurðsson hefði gefið okkur 3 í einkunn fyrir slíkt við próf
upp úr efri bekknum í Flensborg i gamla daga. Ég hefi aldrei
vitað hvaða hlutverki þetta broslega pródúkt átti að gegna.
Sennilegt þykir mér að ýmsir þeirra, er þetta lesa, minnist
þess, að þeir hafi heyrt tiltekin dæmi um grunaðar kviksetn-
ingar, sum studd svo römmum líkum, að lítt virtist mögulegt
að efa. önnur á þann veg, að slysinu var forðað á siðustu
stundu. Síra Magnús Helgason hefir sagt frá því, er Steindór
Briem, síðar prestur, var við nám í Miðdal hjá þeim mikla
lærdómsmanni, síra Páli Sigurðssyni, og sat í afhýsi einsamall
þar sem vinnukona lá á líkbörumun, því að þar var ekkert
sem truflaði hann. En líkið settist skyndilega upp þegar unn-