Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 41
UNDRALÆKNINGAR Á FILIPPSEYJUM 39 þeirra eða fjármuni áður en hann sker þá upp. Hins vegar tekur hann við því sem honum er boðið — hvort sem það eru nokkrir aurar eða meira fé — það skiftir hann engu —. Hið guðdómlega afl sem starfar gegn um Tonio kallar hann Verndarann og það er hann sem ræður ferðinni. Læknisþjón- usta er því veitt öllum, án tillits til fjárhags, litarháttar, trúar- bragða eða stöðu i lífinu. Maður heitir Harold Sherman. Hann er forseti og fram- kvæmdastjóri mikillar sálarrannsókna-stofnunar í Little Rock í Arkansas í Bandaríkjunum. Hann hefur skrifað bók, sem vakið hefur mikla athygli um þessar undralækningar á Filippseyjum og þá sem þær stunda, en þeir eru fleiri en Antonio Agpaoa. Sherman kemst meðal annars svo að orði í formála að bólc sinni: „I janúarmánuði 1966 var ég þrjár vikur á Filippseyjum ásamt William Flenry Belk, sem er mjög kunnur ameriskur kaupsýslumaður, og dr. Hiroshi Motoyama, japönskum vis- indamanni, sem var að rannsaka þessa uppskurði, sem sagt var að Antonio Agpaoa og aðrir svokallaðir undralæknar gerðu með berum höndum fyrir atbeina sálræns afls. Skömmu á undan okkur höfðu komið til Filippseyja þeir Robert Swope stjörnulíffræðingur, sem unnið hefur við rann- sóknarstöð mannaðra geimferða í Los Angeles og dr. Nelson Decker og höfðu þeir tekið talsvert af kvikmyndum. Síðar bættist i hópinn dr. Seymour S. Wanderman, kunnur læknir og sérfræðingur í krabbameini frá New York. Allir vorum við vitni að margs konar uppskurðum, en viðbrögð okkar voru mismunandi, eins og. vænta mátti um menn með svo ólika menntun og starfsvið. Hvað sjálfan mig snertir kem ég fyrst og fremst fram í þessari bók sem sögumaður, þótt ég hafi einnig gegnt hlutverki áhorfandans og rannsókna- mannsins. En ég er ekki læknir. Ég er ekki skurðlæknir. Ég er ekki vísindamaður. Hins vegar hef ég helgað síðastliðin fjörutíu ár ævi minnar rannsóknum á því sem nú á tímum er kallað yfirskilvitleg skynjun eða ESP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.